Gyða og Damien Rice á Mallorca Benedikt Bóas skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Gyða Valtýsdóttir hefur gefið út sína fyrstu plötu með eigin lagasmíðum. VISIR/ERNIR Gyða Valtýsdóttir hefur nú tilkynnt um nýtt verkefni og plötu: G Y Ð A – Evolution. Platan er fyrsta plata Gyðu sem inniheldur hennar eigin lagasmíðar, en síðasta plata hennar – Epicycle – innihélt eldri tónsmíðar tónskálda á borð við Messiaen og Schubert í nýjum búningi. Gyða hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins, Epicycle. Evolution kemur út í september á vegum Figureight og kveður þar við nýjan tón. Á plötunni blandast saman hið klassíska, hið tilraunakennda og hið poppaða svo úr verður kokteill sem aðeins Gyða gæti blandað. Platan var tekin upp á 10 dögum í Los Angeles og New York og auk Gyðu var það Alex Somers sem pródúseraði. Aðrir sem komu að gerð plötunnar voru Úlfur Hansson, Albert Finnbogason, Shahzad Ismaily, Aaron Roche og Julian Sartorius. Nú hefur Gyða sent frá sér fyrsta tóndæmi plötunnar, „Moonchild“. Þá er komið út myndband við lagið í leikstjórn Rebekku Rafnsdóttur. Myndbandið var tekið upp á Íslandi og í hafmeyjaskrúðgöngu í Coney Island í New York. Nú er hægt að forpanta plötuna á vínyl og sem niðurhal, en þá fylgir lagið „Moonchild“ með samstundis og platan verður send til kaupanda á útgáfudegi. Gyða er sem stendur á tónleikaferðalagi ásamt Damien Rice, en það er heldur betur sérstakur túr þar sem þau eru á bát og sigla milli tónleikastaða á Ítalíu og Spáni. Tvennir tónleikar eru eftir, á Mallorca í dag og Menorca 7. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Maður endar í raun alltaf nakinn Gyða Valtýsdóttir sellóleikari hóf tónlistarferil sinn með múm en í kvöld flytur hún verkið Galagalactic á Listahátíðinni í Reykjavík. 6. júní 2015 11:30 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Gyða Valtýsdóttir hefur nú tilkynnt um nýtt verkefni og plötu: G Y Ð A – Evolution. Platan er fyrsta plata Gyðu sem inniheldur hennar eigin lagasmíðar, en síðasta plata hennar – Epicycle – innihélt eldri tónsmíðar tónskálda á borð við Messiaen og Schubert í nýjum búningi. Gyða hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins, Epicycle. Evolution kemur út í september á vegum Figureight og kveður þar við nýjan tón. Á plötunni blandast saman hið klassíska, hið tilraunakennda og hið poppaða svo úr verður kokteill sem aðeins Gyða gæti blandað. Platan var tekin upp á 10 dögum í Los Angeles og New York og auk Gyðu var það Alex Somers sem pródúseraði. Aðrir sem komu að gerð plötunnar voru Úlfur Hansson, Albert Finnbogason, Shahzad Ismaily, Aaron Roche og Julian Sartorius. Nú hefur Gyða sent frá sér fyrsta tóndæmi plötunnar, „Moonchild“. Þá er komið út myndband við lagið í leikstjórn Rebekku Rafnsdóttur. Myndbandið var tekið upp á Íslandi og í hafmeyjaskrúðgöngu í Coney Island í New York. Nú er hægt að forpanta plötuna á vínyl og sem niðurhal, en þá fylgir lagið „Moonchild“ með samstundis og platan verður send til kaupanda á útgáfudegi. Gyða er sem stendur á tónleikaferðalagi ásamt Damien Rice, en það er heldur betur sérstakur túr þar sem þau eru á bát og sigla milli tónleikastaða á Ítalíu og Spáni. Tvennir tónleikar eru eftir, á Mallorca í dag og Menorca 7. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Maður endar í raun alltaf nakinn Gyða Valtýsdóttir sellóleikari hóf tónlistarferil sinn með múm en í kvöld flytur hún verkið Galagalactic á Listahátíðinni í Reykjavík. 6. júní 2015 11:30 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Maður endar í raun alltaf nakinn Gyða Valtýsdóttir sellóleikari hóf tónlistarferil sinn með múm en í kvöld flytur hún verkið Galagalactic á Listahátíðinni í Reykjavík. 6. júní 2015 11:30