Heiða Rún dó í síðasta þætti Poldark Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 11:00 Heiða Rún hefur slegið í gegn sem leikkona utan landsteinanna en hún er menntuð í London. Hér til vinstri sést Elizabeth Warleggan á dánarbeðinum. Vísir/Getty Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, hefur leikið í sínum síðasta Poldark-þætti. Heiða lék eitt aðalhlutverk síðustu þriggja þáttaráða en persóna hennar, Elizabeth Warleggan, lést í lokaþætti fjórðu þáttaraðarinnar sem sýnd í var í gær.Þeir lesendur sem ekki vilja vita meira um lokaþáttinn eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Í fréttinni verður fjallað frekar um andlát Elizabeth.Poldark er bresk þáttaráð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og hefur Heiða leikið í þáttunum frá fyrsta degi. Hún tjáir sig um andlát Elizabeth í samtali við breska miðilinn The Sun og segist þar hafa vitað af endalokum Elizabeth í nokkurn tíma. „Ég mun sakna allra svo mikið... nema korselettsins míns, ég mun ekki sakna þess,“ segir Heiða kímin og bætir við að hún sé yfirfull þakklætis í garð samstarfsfélaga sinna í þáttunum og Poldark-aðdáenda.Thank you all for your super sweet words! And as always, thanks for watching! All my love,Heida Reed x https://t.co/HLWA7D3CJM— Heida Reed (@ReedHeida) July 29, 2018 Elizabeth, persóna Heiðu, var ástkona aðalsöguhetju þáttanna, Ross Poldarks sjálfs, en ástarþríhyrningur þeirra og eiginkonu Ross, Demelza, var eitt af meginstefum síðari þáttaraða. Í lokaþættinum sem sýndur var á BBC1 í Bretlandi í gærkvöldi tók Elizabeth inn mixtúru til að koma af stað fæðingu barns síns. Seyðið kom barninu í heiminn en varð Elizabeth að bana.Atriðið var afar tilfinningaþrungið og ætla má að tár hafi glitrað á hvarmi margra áhorfenda þegar Ross Poldark kyssti ástina sína í hinsta sinn.BBC/SkjáskotFimmta þáttaröð Poldark verður frumsýnd á næsta ári en ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Heiðu. Hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritzenberg, og fór síðast með aðalhlutverk þáttanna um Stellu Blómkvist sem frumsýndir voru í fyrra. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, hefur leikið í sínum síðasta Poldark-þætti. Heiða lék eitt aðalhlutverk síðustu þriggja þáttaráða en persóna hennar, Elizabeth Warleggan, lést í lokaþætti fjórðu þáttaraðarinnar sem sýnd í var í gær.Þeir lesendur sem ekki vilja vita meira um lokaþáttinn eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Í fréttinni verður fjallað frekar um andlát Elizabeth.Poldark er bresk þáttaráð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og hefur Heiða leikið í þáttunum frá fyrsta degi. Hún tjáir sig um andlát Elizabeth í samtali við breska miðilinn The Sun og segist þar hafa vitað af endalokum Elizabeth í nokkurn tíma. „Ég mun sakna allra svo mikið... nema korselettsins míns, ég mun ekki sakna þess,“ segir Heiða kímin og bætir við að hún sé yfirfull þakklætis í garð samstarfsfélaga sinna í þáttunum og Poldark-aðdáenda.Thank you all for your super sweet words! And as always, thanks for watching! All my love,Heida Reed x https://t.co/HLWA7D3CJM— Heida Reed (@ReedHeida) July 29, 2018 Elizabeth, persóna Heiðu, var ástkona aðalsöguhetju þáttanna, Ross Poldarks sjálfs, en ástarþríhyrningur þeirra og eiginkonu Ross, Demelza, var eitt af meginstefum síðari þáttaraða. Í lokaþættinum sem sýndur var á BBC1 í Bretlandi í gærkvöldi tók Elizabeth inn mixtúru til að koma af stað fæðingu barns síns. Seyðið kom barninu í heiminn en varð Elizabeth að bana.Atriðið var afar tilfinningaþrungið og ætla má að tár hafi glitrað á hvarmi margra áhorfenda þegar Ross Poldark kyssti ástina sína í hinsta sinn.BBC/SkjáskotFimmta þáttaröð Poldark verður frumsýnd á næsta ári en ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Heiðu. Hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritzenberg, og fór síðast með aðalhlutverk þáttanna um Stellu Blómkvist sem frumsýndir voru í fyrra.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein