Bara Heiða með nýtt Þjóðhátíðarlag: Gæti verið týnd systir þeirra Jónssona 30. júlí 2018 15:30 Bara Heiða verður væntanlega á Þjóðhátíð í ár. „Lagið varð til fyrir mörgum árum þegar ég og vinkona mín María Sólveig Gunnarsdóttir vorum að vaka alla sumarnóttina til að fara í sólbað morguninn eftir. Lagið hefur líklega verið undir þónokkrum áhrifum svefngalsa og koffíndrykkju þegar það fæddist undir morgun,“ segir tónlistarkonan Heiða Dóra Jónsdóttir, betur þekkt sem Bara Heiða um nýtt Þjóðhátíðarlag sem hún frumsýnir á Vísi í dag. Lagið ber nafnið Setjumst að sumbli. „Ég endurskrifaði lagið svo í garðinum hjá Hildi frænku minni með fallegu útsýni yfir Heimaklett fyrir örfáum árum síðan. Titillinn vísar í fyrsta þjóðhátíðarlagið sem var samið árið 1933 og ég tók líka síðustu setningarnar í þeim texta og notaði í laginu mínu. Yrkisefnið er hið sama: Drykkja í Herjólfsdal.“ Hún segist hafa ákveðið fyrir þónokkru að gefa út lagið en svo vildi skemmtilega til að textinn kallast töluvert á við þjóðhátíðarlag þeirra Jóns Jónsonar og Friðriks Dórs. „Ég er reyndar líka Jónsdóttir, kannski bara týnd systir,“ segir Heiða létt og bætir við: „En lögin hljóma eins og þau séu eftir aðila sem hafa samið þau til hvors annars. Hrein og klár, en afar skemmtileg tilviljun þar á ferð.“ Myndbandið var tekið upp fyrir tveimur árum síðan. „Ég og Gary Donald, vinur minn sem er írskur kvikmyndatökumaður, fórum á Þjóðhátið og tókum upp efnið þar. Ég á ættir að rekja til Vestmannaeyja, þar sem langamma mín Helga Jó var hjúkrunarkona í Eyjum. Vestmannaeyjar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, enda heimsins fallegasti staður.“ Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið. Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Friðrik Dór og Jón Jónssynir munu semja Þjóðhátíðarlagið í ár. Stefna á að gefa tvö lög út þann 8. júní en það verður í fyrsta sinn sem Þjóðhátíðarlögin verða tvö. Tíðir gestir á sviðinu í Herjólfsdal. 30. maí 2018 06:00 FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi "Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðar sem Vísir frumsýnir í dag. 23. júlí 2018 11:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Lagið varð til fyrir mörgum árum þegar ég og vinkona mín María Sólveig Gunnarsdóttir vorum að vaka alla sumarnóttina til að fara í sólbað morguninn eftir. Lagið hefur líklega verið undir þónokkrum áhrifum svefngalsa og koffíndrykkju þegar það fæddist undir morgun,“ segir tónlistarkonan Heiða Dóra Jónsdóttir, betur þekkt sem Bara Heiða um nýtt Þjóðhátíðarlag sem hún frumsýnir á Vísi í dag. Lagið ber nafnið Setjumst að sumbli. „Ég endurskrifaði lagið svo í garðinum hjá Hildi frænku minni með fallegu útsýni yfir Heimaklett fyrir örfáum árum síðan. Titillinn vísar í fyrsta þjóðhátíðarlagið sem var samið árið 1933 og ég tók líka síðustu setningarnar í þeim texta og notaði í laginu mínu. Yrkisefnið er hið sama: Drykkja í Herjólfsdal.“ Hún segist hafa ákveðið fyrir þónokkru að gefa út lagið en svo vildi skemmtilega til að textinn kallast töluvert á við þjóðhátíðarlag þeirra Jóns Jónsonar og Friðriks Dórs. „Ég er reyndar líka Jónsdóttir, kannski bara týnd systir,“ segir Heiða létt og bætir við: „En lögin hljóma eins og þau séu eftir aðila sem hafa samið þau til hvors annars. Hrein og klár, en afar skemmtileg tilviljun þar á ferð.“ Myndbandið var tekið upp fyrir tveimur árum síðan. „Ég og Gary Donald, vinur minn sem er írskur kvikmyndatökumaður, fórum á Þjóðhátið og tókum upp efnið þar. Ég á ættir að rekja til Vestmannaeyja, þar sem langamma mín Helga Jó var hjúkrunarkona í Eyjum. Vestmannaeyjar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, enda heimsins fallegasti staður.“ Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.
Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Friðrik Dór og Jón Jónssynir munu semja Þjóðhátíðarlagið í ár. Stefna á að gefa tvö lög út þann 8. júní en það verður í fyrsta sinn sem Þjóðhátíðarlögin verða tvö. Tíðir gestir á sviðinu í Herjólfsdal. 30. maí 2018 06:00 FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi "Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðar sem Vísir frumsýnir í dag. 23. júlí 2018 11:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Friðrik Dór og Jón Jónssynir munu semja Þjóðhátíðarlagið í ár. Stefna á að gefa tvö lög út þann 8. júní en það verður í fyrsta sinn sem Þjóðhátíðarlögin verða tvö. Tíðir gestir á sviðinu í Herjólfsdal. 30. maí 2018 06:00
FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi "Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðar sem Vísir frumsýnir í dag. 23. júlí 2018 11:30