Ár er síðan síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version, kom út. Plötunni var tekið fagnandi og hlaut sveitin þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum snemma þessa árs, fyrir bestu rokkplötuna, besta rokklagið Breathe into me, og fyrir bestu söngkonu ársins, Katrínu sjálfa.
Hún er stödd út í London þessa stundina þar sem Mammút stendur í ströngu í upptökum og tónleikahaldi, og kemur einmitt fram á tónleikahátíðinni Larmer Tree Festival í Salisbury í kvöld.
Það er sólríkt í London um þessar mundir og lagalistann sagði Katrína einfaldlega vera settan saman úr því sem hún væri að hlusta á þar í sólinni.