Bíó og sjónvarp

Aðalleikari The Walking Dead segir skilið við seríuna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leikarinn Andrew Lincoln hefur farið með aðalhlutverkið í The Walking Dead síðan árið 2010.
Leikarinn Andrew Lincoln hefur farið með aðalhlutverkið í The Walking Dead síðan árið 2010. Vísir/getty
Framleiðandi sjónvarpsþáttanna The Walking Dead hefur staðfest að níunda þáttaröðin verði sú síðasta sem skarti leikaranum, Andrew Lincoln, í aðalhlutverki. Lincoln fer með hlutverk aðalsöguhetju þáttanna, Rick Grimes.

Framleiðandinn Robert Kirkman sagði í viðtali við IMDB í vikunni að „það liti allt út fyrir það“ að Lincoln myndi hætta. Þá sagði hann að handritshöfundar hygðust skrifa Lincoln út úr þættinum á „einstakan hátt“ og að von væri á einhverju alveg stórkostlegu í þeim efnum.

Kirkman dró þó nokkuð í land með fullyrðingar sínar í viðtali við Buzzfeed í gær.

Brotthvarf Lincoln virðist þó eiga sér nokkurn aðdraganda en orðrómar um að hann hafi óskað eftir því að vera skrifaður út úr þættinum í níundu seríu komust nýlega á kreik. Lincoln hefur farið með aðalhlutverkið í Walking Dead síðan þættirnir voru frumsýndir árið 2010.

Þá greindi Hollywood Reporter frá því að Norman Reedus, sem fer með hlutverk Daryl Dixon í þáttaröðinni, sé í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í stað Lincoln. Níunda þáttaröð The Walking Dead verður frumsýnd í janúar á næsta ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×