Bókin fjallar um galdraverurnar í ævintýraheimi Harry Potter en ekki um galdradrenginn sjálfan.
Ingar leikur persónu sem heitir Grimmson en Ólafur Darri Ólafsson leikur einnig í myndinni þó honum virðist ekki bregða fyrir í stiklunni. Hann leikur sirkusstjórann Skender.
Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara Jude Law, Johnny Depp, Ezra Miller, Zoë Kravitz og Eddie Redmayne.
Ingvari bregður fyrir í stiklunni eftir um það bil tvær mínútur og tuttugu sekúndur.