Frábær veiði í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2018 09:00 Mynd: Hreggnasi FB Laxá í Dölum er að komast í gang og gott betur en það því miðað við fréttir af hollinu sem er nú við veiðar er veisla við ánna. "Hollið sem er við veiðar núna er skipað toppveiðimönnum og þeir hafa landað 71 laxi á aðeins þremur vöktum og það er aðeins verið að veiða á fjórar stangir" sagði Haraldur Eiríksson í samtali við Veiðivísi. "Þarna fer allt saman, bæði góðir veiðimenn, gott vatn, góðar göngur og aðstæður eins góðar og hægt er að hafa þær". Samkvæmt Haraldi er áin öll inni og laxinn er búinn að dreifa sér vel um hana svo það má alveg eins búast við áframhaldi á þessari veiði. Heildarveiðin í Laxá í Dölum var 229 laxar síðasta miðvikudag þegar listann á www.angling.is var uppfærður eins og alla miðvikudaga en heildartalan núna er að nálgast 400 laxa og verður nokkuð örugglega komin yfir 500 næsta miðvikudag. Heildarveiðin núna er betri en hún var metárin 2016 og 2015 svo það verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður enda á áin yfirleitt bestu veiðina í ágúst. Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði
Laxá í Dölum er að komast í gang og gott betur en það því miðað við fréttir af hollinu sem er nú við veiðar er veisla við ánna. "Hollið sem er við veiðar núna er skipað toppveiðimönnum og þeir hafa landað 71 laxi á aðeins þremur vöktum og það er aðeins verið að veiða á fjórar stangir" sagði Haraldur Eiríksson í samtali við Veiðivísi. "Þarna fer allt saman, bæði góðir veiðimenn, gott vatn, góðar göngur og aðstæður eins góðar og hægt er að hafa þær". Samkvæmt Haraldi er áin öll inni og laxinn er búinn að dreifa sér vel um hana svo það má alveg eins búast við áframhaldi á þessari veiði. Heildarveiðin í Laxá í Dölum var 229 laxar síðasta miðvikudag þegar listann á www.angling.is var uppfærður eins og alla miðvikudaga en heildartalan núna er að nálgast 400 laxa og verður nokkuð örugglega komin yfir 500 næsta miðvikudag. Heildarveiðin núna er betri en hún var metárin 2016 og 2015 svo það verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður enda á áin yfirleitt bestu veiðina í ágúst.
Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði