Fyrsta demó David Bowie fannst óvænt í brauðkörfu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 11:00 David Bowie var einn þekktasti tónlistarmaður heims um áratugaskeið. vísir/getty Fyrsta demó sem vitað er til að breski tónlistarmaðurinn David Bowie tók upp fannst nýverið í brauðkörfu þegar David Hadfield, trommari og framkvæmdastjóri The Konrads, fyrstu hljómsveitarinnar sem Bowie var í, var að flytja. Talið er að upptakan muni seljast fyrir um 10 þúsund pund á uppboði, eða sem samsvarar um 1,4 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Lagið á upptökunni heitir I Never Dreamed og er með The Konrads. Bowie var sextán ára og spilaði á saxófón en samþykkti að syngja lagið fyrir upptökuna sem gerð var í litlu hljóðveri í suðurhluta London. Upptakan var send útgáfufyrirtækinu Decca en The Konrads höfðu ekki erindi sem erfiði og komust aldrei á samning hjá fyrirtækinu. Hadfield fann upptökuna óvænt þegar hann var að flytja. Upptakan var í gamalli brauðkörfu sem afi hans hafði átt en í körfunni, sem fannst uppi á lofti fyrir ofan bílskúr Hadfield, var ýmislegt annað eins og til dæmis myndir, bréf og reikningar. Ekki löngu eftir að The Konrads tóku lagið upp hætti Bowie í hljómsveitinni vegna listræns ágreinings. Nokkrum árum síðar var hann orðinn einn þekktasti tónlistarmaður heims en Bowie lést í janúar 2016, 69 ára að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbamein. Tengdar fréttir Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fyrsta demó sem vitað er til að breski tónlistarmaðurinn David Bowie tók upp fannst nýverið í brauðkörfu þegar David Hadfield, trommari og framkvæmdastjóri The Konrads, fyrstu hljómsveitarinnar sem Bowie var í, var að flytja. Talið er að upptakan muni seljast fyrir um 10 þúsund pund á uppboði, eða sem samsvarar um 1,4 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Lagið á upptökunni heitir I Never Dreamed og er með The Konrads. Bowie var sextán ára og spilaði á saxófón en samþykkti að syngja lagið fyrir upptökuna sem gerð var í litlu hljóðveri í suðurhluta London. Upptakan var send útgáfufyrirtækinu Decca en The Konrads höfðu ekki erindi sem erfiði og komust aldrei á samning hjá fyrirtækinu. Hadfield fann upptökuna óvænt þegar hann var að flytja. Upptakan var í gamalli brauðkörfu sem afi hans hafði átt en í körfunni, sem fannst uppi á lofti fyrir ofan bílskúr Hadfield, var ýmislegt annað eins og til dæmis myndir, bréf og reikningar. Ekki löngu eftir að The Konrads tóku lagið upp hætti Bowie í hljómsveitinni vegna listræns ágreinings. Nokkrum árum síðar var hann orðinn einn þekktasti tónlistarmaður heims en Bowie lést í janúar 2016, 69 ára að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbamein.
Tengdar fréttir Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45