Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júlí 2018 10:30 Kvikmyndin Murder Mystery er tekin upp í Kanada og á Ítalíu. „Nú er ég hér á ítölsku ríveríunni. Þetta er erfitt líf,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er í tökum á gamanmyndinni Murder Mystery á Ítalíu. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Jennifer Aniston, Adam Sandler, Gemma Arterton og Luke Evans. Murder Mystery var tekin upp í Kanada og nú á Ítalíu. „Ég held að ég þurfi í raun lítið að segja frá því um hvað þessi mynd fjallar, því það liggur í raun og veru í titli myndarinnar, hún heitir nú Murder Mystery. Þetta verður ansi skemmtilegt.“ Ólafur leikur stórt hlutverk í auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþoninu. „Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem ég tek á sprett. Ég er meiri labbkall heldur en hlaupkall. Ég var einmitt að taka upp atriði í gær við ströndina og þá var ég að hugsa hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Maður heyrir svo oft hvað andlegi hlutinn sé stór og mikilvægur. Það tala margir um að hlaupa á vegg og svona. Því er ég rosalega mikið að hugsa um þetta og undirbúa mig andlega,“ segir leikarinn léttur á því. Ólafur segist hafa tekið þátt í maraþoninu einu sinni áður. „Þá hljóp ég tíu kílómetra og það var alveg ótrúlega gaman. Ég hlakka til að fara aftur og þetta var alveg einstök stemning. Fólkið í götunum er í svo mikilli stemningu og svona. Þetta var ótrúlega gaman og mikill fílingur á svæðinu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Nú er ég hér á ítölsku ríveríunni. Þetta er erfitt líf,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er í tökum á gamanmyndinni Murder Mystery á Ítalíu. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Jennifer Aniston, Adam Sandler, Gemma Arterton og Luke Evans. Murder Mystery var tekin upp í Kanada og nú á Ítalíu. „Ég held að ég þurfi í raun lítið að segja frá því um hvað þessi mynd fjallar, því það liggur í raun og veru í titli myndarinnar, hún heitir nú Murder Mystery. Þetta verður ansi skemmtilegt.“ Ólafur leikur stórt hlutverk í auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþoninu. „Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem ég tek á sprett. Ég er meiri labbkall heldur en hlaupkall. Ég var einmitt að taka upp atriði í gær við ströndina og þá var ég að hugsa hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Maður heyrir svo oft hvað andlegi hlutinn sé stór og mikilvægur. Það tala margir um að hlaupa á vegg og svona. Því er ég rosalega mikið að hugsa um þetta og undirbúa mig andlega,“ segir leikarinn léttur á því. Ólafur segist hafa tekið þátt í maraþoninu einu sinni áður. „Þá hljóp ég tíu kílómetra og það var alveg ótrúlega gaman. Ég hlakka til að fara aftur og þetta var alveg einstök stemning. Fólkið í götunum er í svo mikilli stemningu og svona. Þetta var ótrúlega gaman og mikill fílingur á svæðinu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira