Ryan Reynolds gerir Home Alone fyrir fullorðna Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 10:59 Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi. Vísir/EPA Leikarinn Ryan Reynolds er með mynd í pípunum sem er nokkurskonar fullorðins útgáfa af Home Alone-myndinni frægu. Í Home Alone þurfti hinn átta ára gamli Kevin McCallister að kljást einn síns liðs við innbrotsþjófa eftir að fjölskylda hans gleymdi að taka hann með í jólafrí. Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi.Ryan Reynolds er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem andhetjan Deadpool en myndunum tveimur um þann karakter hefur vegnað afar vel. Líkt og Stoned Alone innihalda Deadpool-myndirnar grófan húmor og mikið ofbeldi.Stoned Alone mun segja frá manni á þrítugsaldri sem gerir lítið annað en að haugast í gegnum lífið. Eftir að hafa misst af flugi í jólafrí reynir hann að gera það besta úr stöðunni með því að reykja kannabisefni heima hjá sér. Ofsóknaræði færist yfir hann sem veldur því að hann stendur í þeirri trú að verið sé að brjótast inn hjá honum. Honum verður það hins vegar fljótlega ljóst að innbrotsþjófar eru raunverulega að reyna að brjótast inn hjá honum og verður hann því að leita allra ráða til að verja heimili sitt. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikarinn Ryan Reynolds er með mynd í pípunum sem er nokkurskonar fullorðins útgáfa af Home Alone-myndinni frægu. Í Home Alone þurfti hinn átta ára gamli Kevin McCallister að kljást einn síns liðs við innbrotsþjófa eftir að fjölskylda hans gleymdi að taka hann með í jólafrí. Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi.Ryan Reynolds er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem andhetjan Deadpool en myndunum tveimur um þann karakter hefur vegnað afar vel. Líkt og Stoned Alone innihalda Deadpool-myndirnar grófan húmor og mikið ofbeldi.Stoned Alone mun segja frá manni á þrítugsaldri sem gerir lítið annað en að haugast í gegnum lífið. Eftir að hafa misst af flugi í jólafrí reynir hann að gera það besta úr stöðunni með því að reykja kannabisefni heima hjá sér. Ofsóknaræði færist yfir hann sem veldur því að hann stendur í þeirri trú að verið sé að brjótast inn hjá honum. Honum verður það hins vegar fljótlega ljóst að innbrotsþjófar eru raunverulega að reyna að brjótast inn hjá honum og verður hann því að leita allra ráða til að verja heimili sitt.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein