Mikill munur á laxgengd milli landhluta Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2018 09:00 Mynd: KL Þegar veiðitölur liðinnar viku eru skoðaðar sést vel hvað það munar miklu á milli landshluta í laxgangd en það liggur í loftinu að sumarið sé heldur slapt á norður og austurlandi. Þetta er hins vegar vel yfir meðallagi sumar í ánum á vesturlandi og eins virðast heimtur í ánum á suðurlandi yfirleitt vera í lagi. Ef við skoðum aðeins betur árnar á norðurlandi og berum saman við hvað var að gerast í fyrra þá getum við byrjað á aflahæstu ánni á norðurlandi sem er Miðfjarðará. Þar hafa nú veiðst 1.058 laxar og vikuveiðin er upp á 299 laxa svo Miðfjarðará eins og venjulega stendur alveg upp úr ánum á norðurlandi og er varla hægt að bera hana saman við hinar. Blanda hefur gefið 668 laxa með vikuveiði upp á 153 laxa en var á sama tíma í fyrra með 913 laxa. Selá í Vopnafirði hefur gefið 492 laxa en í fyrra var veiðin 390 laxar svo hún er aðeins 102 löxum undir en árið í fyrra var svo sem ekkert hennar besta ef við berum saman veiðiárin eftir árið 2000. Laxá í Aðaldal hefur ekki farið varhluta af skorti á smálaxi en þar hafa veiðst 350 laxar á móti 374 löxum á sama tíma í fyrra. Laxá á Ásum hefur gefið 355 laxa en í fyrra var talan 438 laxar og það sumar endaði í 1108 löxum en það skal vakin athygli að það er aðeins veitt á fjórar stangir í ánni. Hofsá og Sunnudalsá hafa gefið 280 laxa en 160 laxa á sama tíma í fyrra. Það mætti telja svona áfram en það er nokkuð ljóst að það er á brattann að sækja norðan heiða. Af veiðitölum að dæma virðist því stefna í sumar sem verður líklega í meðallagi á vesturlandi en fréttir úr flestum þeirra bendir til að það séu ennþá ágætis göngur og gott vatn svo það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði
Þegar veiðitölur liðinnar viku eru skoðaðar sést vel hvað það munar miklu á milli landshluta í laxgangd en það liggur í loftinu að sumarið sé heldur slapt á norður og austurlandi. Þetta er hins vegar vel yfir meðallagi sumar í ánum á vesturlandi og eins virðast heimtur í ánum á suðurlandi yfirleitt vera í lagi. Ef við skoðum aðeins betur árnar á norðurlandi og berum saman við hvað var að gerast í fyrra þá getum við byrjað á aflahæstu ánni á norðurlandi sem er Miðfjarðará. Þar hafa nú veiðst 1.058 laxar og vikuveiðin er upp á 299 laxa svo Miðfjarðará eins og venjulega stendur alveg upp úr ánum á norðurlandi og er varla hægt að bera hana saman við hinar. Blanda hefur gefið 668 laxa með vikuveiði upp á 153 laxa en var á sama tíma í fyrra með 913 laxa. Selá í Vopnafirði hefur gefið 492 laxa en í fyrra var veiðin 390 laxar svo hún er aðeins 102 löxum undir en árið í fyrra var svo sem ekkert hennar besta ef við berum saman veiðiárin eftir árið 2000. Laxá í Aðaldal hefur ekki farið varhluta af skorti á smálaxi en þar hafa veiðst 350 laxar á móti 374 löxum á sama tíma í fyrra. Laxá á Ásum hefur gefið 355 laxa en í fyrra var talan 438 laxar og það sumar endaði í 1108 löxum en það skal vakin athygli að það er aðeins veitt á fjórar stangir í ánni. Hofsá og Sunnudalsá hafa gefið 280 laxa en 160 laxa á sama tíma í fyrra. Það mætti telja svona áfram en það er nokkuð ljóst að það er á brattann að sækja norðan heiða. Af veiðitölum að dæma virðist því stefna í sumar sem verður líklega í meðallagi á vesturlandi en fréttir úr flestum þeirra bendir til að það séu ennþá ágætis göngur og gott vatn svo það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði