„Svo þakklát fyrir að skrifa undir samning hjá Sony Danmörku í dag. Ég hef verið að semja og taka upp sólótónlist síðasta árið og það er sannarlega blessun að þau styðji mig og tónlistina mína,“ skrifar Svala við myndina, þar sem hún sést undirrita samninginn glöð í bragði. Myndina má sjá hér að neðan.
So thankful to be signing with Sony Denmark today I’ve been writing and recording solo music for the past year and it’s truly a blessing to have them supporting me and my music
A post shared by SVALA (@svalakali) on Jul 11, 2018 at 6:39am PDT
Þá hafa fleiri íslenskir tónlistarmenn kvittað undir Sony-plagg undanfarin misseri. Í febrúar skrifuðu rapparnir Herra Hnetusmjör og Aron Can undir samning við Sony um dreifingu tónlistar þeirra á Norðurlöndum.