Bíó og sjónvarp

Gagnrýnendur í Bandaríkjunum yfir sig hrifnir af Undir trénu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Aðalleikararnir myndarinnar Undir trénu, Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins, á rauða dreglinum í Feneyjum.
Aðalleikararnir myndarinnar Undir trénu, Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins, á rauða dreglinum í Feneyjum. Vísir/Getty
Kvikmyndin Undir trénu var tekin til sýninga í bandarískum kvikmyndahúsum um síðustu helgi og hefur fengið feikigóða dóma í fjölmiðlum vestanhafs.

Gagnrýnendur Wall Street Journal, NPR, Washington Times, LA Times, Village Voice og New York Times eru allir mjög hrifnir og þá sérstaklega Jeanette Catsoulis, gagnrýnandi þess síðastnefnda.

Catsoulis gefur Undir trénu einkunnina 9 af 10 mögulegum og hlýtur myndin auk þess gæðastimpilinn NY Times Critic’s Pick og er þar með á lista gagnrýnenda blaðsins yfir myndir sem mælt er sérstaklega með. Gagnrýni Catsoulis má lesa í heild hér.

Framleiðslufyrirtækið Magnolia Pictures dreifir myndinni í Bandaríkjunum.

Undir trénu hefur farið sigurför um heiminn síðan hún var frumsýnd í fyrra. Hún hlaut til að mynda sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Denver í október og hreppti auk þess flestar tilnefningar, og verðlaun, allra kvikmynda á Edduverðlaununum í febrúar.

Stiklu úr kvikmyndinni má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×