Veiði

Sterkar göngur í Norðurá

Karl Lúðvíksson skrifar
Norðurá fer að detta yfir 1.000 laxa múrinn
Norðurá fer að detta yfir 1.000 laxa múrinn Mynd: Norðurá lodge FB
Veiðin í Norðurá hefur verið mjög góð það sem af er sumri og það stefnir í gott sumar í ánni.

Þegar síðustu tölur frá Landssambandi veiðifélaga voru birtar síðasta miðvikudagskvöld var heildarveiðin í Norðurá 834 laxar en holl sem var að ljúka veiðum var með rétt tæpa 150 laxa svo það er deginum ljósara að áin fer yfir 1.000 laxa í dag eða morgun.  Þrátt fyrir að vatnsstaðan hafi verið að fara upp og niður eftir mikla rigningardaga er takan mjög góð og veiðimenn sem hafa verið síðustu daga í ánni tala um að Stekkurinn sé blár af laxi.  Þrátt fyrir að það hafi verið mikið vatn í ánni oft á tíðum síðustu daga er tími smáflugunnar engu að síður kominn í ánna og veiðimenn hafa meira að segja verið duglegir við að hicha með góðum árangri sem mörgum þykir óhugsandi þegar árnar bólna mikið út en þrátt fyrir mikið vatn víða þá er það bara þannig að smáflugurnar eru oftar en ekki sterkastar.






×