Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2018 10:47 Fossinn Skuggi í Langá Mynd: SVFR Langá er ansi vatnsmikil eins og margar árnar eru orðnar á vesturlandi en þrátt fyrir mikið vatn og að áin sé köld er veiðin fín. Það eru erfiðar aðstæður sem mæta veiðimönnum við bakka Langár en áin er líklega um þreföld miðað við eðlilegt vatn á þessum tíma og vatnið kalt. Þetta gerir það að verkum að nokkir veiðistaðir eins og Strengir og Bárðarbunga sem gefur stundum 30% af veiði hollana á þessum tíma er óveiðandi og það á við um nokkra staði í viðbót. En þá gerist nokkuð sem ekki var hægt að sjá fyrir að veiðistaðir sem eru aldrei prófaðir er gefinn séns og það hefur heldur betur virkað því í veiðibókinni er farið að bóka laxa í Dyrfljóti, Horni, Merkjahólma og Landamerkjakvörn en þessir tveir síðustu hafa líklega ekki verið veiddir að neinu ráði síðan í lok síðustu aldar. Annað sem er athyglisvert að sjá í ánni er veiðitalan sem var komin við lok veiða hjá holli sem hætti í gær. Tveggja daga holl var með 43 laxa í þessum aðstæðum sem skilar ánni í 123 laxa. Til samanburðar má geta þess að á þessum tíma 2015 var veiðin 23 laxar, 2016 var hún 207 laxar og 2017 var hún 161 lax en þessi þrjú ár var áin líka í mun betra vatni. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í ánni þegar hún sjatnar. Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Langá er ansi vatnsmikil eins og margar árnar eru orðnar á vesturlandi en þrátt fyrir mikið vatn og að áin sé köld er veiðin fín. Það eru erfiðar aðstæður sem mæta veiðimönnum við bakka Langár en áin er líklega um þreföld miðað við eðlilegt vatn á þessum tíma og vatnið kalt. Þetta gerir það að verkum að nokkir veiðistaðir eins og Strengir og Bárðarbunga sem gefur stundum 30% af veiði hollana á þessum tíma er óveiðandi og það á við um nokkra staði í viðbót. En þá gerist nokkuð sem ekki var hægt að sjá fyrir að veiðistaðir sem eru aldrei prófaðir er gefinn séns og það hefur heldur betur virkað því í veiðibókinni er farið að bóka laxa í Dyrfljóti, Horni, Merkjahólma og Landamerkjakvörn en þessir tveir síðustu hafa líklega ekki verið veiddir að neinu ráði síðan í lok síðustu aldar. Annað sem er athyglisvert að sjá í ánni er veiðitalan sem var komin við lok veiða hjá holli sem hætti í gær. Tveggja daga holl var með 43 laxa í þessum aðstæðum sem skilar ánni í 123 laxa. Til samanburðar má geta þess að á þessum tíma 2015 var veiðin 23 laxar, 2016 var hún 207 laxar og 2017 var hún 161 lax en þessi þrjú ár var áin líka í mun betra vatni. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í ánni þegar hún sjatnar.
Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði