Ein besta bleikjuveiði síðustu ára við Þingvallavatn Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2018 12:00 Vænar bleikjur úr Þingvallavatni Mynd: KL Þingvallavatn er án efa eitt vinsælata veiðivatn landsins og þangað streyma veiðimenn þessa dagana enda góðar fréttir af veiði. Það hefur varla verið þverfótað fyrir veiðifréttum úr Þingvallavatni á samfélagsmiðlun og það er ekki annað að sjá að veiðimenn séu að eiga góða þaga við vatnið. Við höfum heyrt tölur frá fimm upp í fimmtán bleikjur yfir daginn og ef það er einhver vafi um að kalla það góða veiði þá er meðalþyngdin um 3 pund og það eru ekki margar bleikjur sem veiðast mikið undir því og nokkrar stærri. Við fylgjum fimm veiðimönnum á samfélagmiðlum sem veiða mikið í vatninu og samanlagður afli þeirra í júnímánuði var 263 bleikjur sem er afrakstur þokkalegrar ástundunnar, ekki meira en það. Þessir veiðimenn eiga sína uppáhaldsstaði í vatninu og vilja ekki greina frá því hvar það er en þeir fara víða um vatnið. Fjórir þeirra eru meira og minna hættir að veiða að veiða í þjóðgarðinum vegna þess að það hefur suma daga bara verið erfitt að fá stæði við vinsæla og góða veiðistaði og þá er bara að leita ennað. Í þjóðgarðnum er suma dagana orðið ansi þétt setinn bekkurinn og þegar staða er þannig hafa einhverjir farið í Úlfljótsvatn og ekki veitt neitt síður. Mest lesið Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxveiði hrynur í Þjórsá Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði
Þingvallavatn er án efa eitt vinsælata veiðivatn landsins og þangað streyma veiðimenn þessa dagana enda góðar fréttir af veiði. Það hefur varla verið þverfótað fyrir veiðifréttum úr Þingvallavatni á samfélagsmiðlun og það er ekki annað að sjá að veiðimenn séu að eiga góða þaga við vatnið. Við höfum heyrt tölur frá fimm upp í fimmtán bleikjur yfir daginn og ef það er einhver vafi um að kalla það góða veiði þá er meðalþyngdin um 3 pund og það eru ekki margar bleikjur sem veiðast mikið undir því og nokkrar stærri. Við fylgjum fimm veiðimönnum á samfélagmiðlum sem veiða mikið í vatninu og samanlagður afli þeirra í júnímánuði var 263 bleikjur sem er afrakstur þokkalegrar ástundunnar, ekki meira en það. Þessir veiðimenn eiga sína uppáhaldsstaði í vatninu og vilja ekki greina frá því hvar það er en þeir fara víða um vatnið. Fjórir þeirra eru meira og minna hættir að veiða að veiða í þjóðgarðinum vegna þess að það hefur suma daga bara verið erfitt að fá stæði við vinsæla og góða veiðistaði og þá er bara að leita ennað. Í þjóðgarðnum er suma dagana orðið ansi þétt setinn bekkurinn og þegar staða er þannig hafa einhverjir farið í Úlfljótsvatn og ekki veitt neitt síður.
Mest lesið Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxveiði hrynur í Þjórsá Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði