Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2018 09:00 Grímsá opnaði í sól og blíðu en það hefur varla sést til sólar síðan. veiðin er engu að síður góð í ánni. Mynd. Hreggnasi Grímsá glímir við háa vatnsstöðu eins og flestar árnar á vesturlandi en það hefur þó ekki komið að sök í síðasta holli sem var að ljúka veiðum. Þrátt fyrir mikið vatn hafa göngur í Grímsá verið með ágætum og tölur úr síðasta holli sýna að allur gangur í ánni er með fínasta móti. Hollið náði 70 löxum á land sem er mjög góð veiði sé tekið mið af þeim skilyrðum sem eru fyrir hendi. Hefði vatnið í ánni verið eðlilegt má gera ráð fyrir því að veiðin hefði getað verið nokkuð hærri. Grímsá fer fljótlega að detta yfir 200 laxa og er hún þá nálægt pari miðað við veiðina á sama tíma í fyrra en þá veiddust 1290 laxar í ánni. Það sem veiðimenn á vesturlandi bíða njú eftir er að fá smá sumar í þennan landshluta og hita yfir 15 gráður í einhverja daga til að lækka vatnið í ánum og koma hitastiginu í þeim aðeins upp. Ef það gerist eiga þeir sem eru við árnar líklega eftir að verða þess vel varir að laxinn fer að sýna sig meira og takan að aukast í takt við hækkandi hita og minnkandi vatn. Ekki að nokkur sé að kvarta þannig því veiðitölur sem hafa verið að berast segja að þrátt fyrir þetta mikla og kalda vatn sem rennur í ánum er veiðin víðast hvar mjög góð og á þá bara eftir að verða betri. Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði
Grímsá glímir við háa vatnsstöðu eins og flestar árnar á vesturlandi en það hefur þó ekki komið að sök í síðasta holli sem var að ljúka veiðum. Þrátt fyrir mikið vatn hafa göngur í Grímsá verið með ágætum og tölur úr síðasta holli sýna að allur gangur í ánni er með fínasta móti. Hollið náði 70 löxum á land sem er mjög góð veiði sé tekið mið af þeim skilyrðum sem eru fyrir hendi. Hefði vatnið í ánni verið eðlilegt má gera ráð fyrir því að veiðin hefði getað verið nokkuð hærri. Grímsá fer fljótlega að detta yfir 200 laxa og er hún þá nálægt pari miðað við veiðina á sama tíma í fyrra en þá veiddust 1290 laxar í ánni. Það sem veiðimenn á vesturlandi bíða njú eftir er að fá smá sumar í þennan landshluta og hita yfir 15 gráður í einhverja daga til að lækka vatnið í ánum og koma hitastiginu í þeim aðeins upp. Ef það gerist eiga þeir sem eru við árnar líklega eftir að verða þess vel varir að laxinn fer að sýna sig meira og takan að aukast í takt við hækkandi hita og minnkandi vatn. Ekki að nokkur sé að kvarta þannig því veiðitölur sem hafa verið að berast segja að þrátt fyrir þetta mikla og kalda vatn sem rennur í ánum er veiðin víðast hvar mjög góð og á þá bara eftir að verða betri.
Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði