Lifnar yfir Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2018 11:42 Stórlax sem Árni Baldursson veiddi í gærkvöldi í Soginu. Mynd: Árni Baldursson FB Sogið átti mjög dapurt sumar í fyrra og margir unnendur þess hafa haft áhyggjur af framtíð laxveiða í ánni. Það virðist samt vera einhver viðsnúningur í Soginu miðað við þær fréttir sem eru að berast af bakkanum. Öflugt gengi veiðimanna er nú við veiðar í Bíldsfelli og voru í morgun komnir með fjóra laxa á land og þar af þrjá úr Matarpollum ef heimilidir okkar eru réttar. Matarpollar er nú líklega sá staður sem minnst er veiddur í Soginu enda þykir hann ekki mjög gjöfull miðað við t.d. Efri og Neðri Garð eða Sakkarhólma. Af Ásgarði eru síðan góðar fréttir en þar er Árni Baldursson hjá Lax-Á við veiðar og í gærkvöldi landaði hann tveimur stórum löxum í Símastreng og öðrum fimm neðar í ánni. Hann átti þó sérstaka stund við Frúarstein í gærkvöldi þegar hann setti í og missti níu laxa í beit. Það er greinilegt að það er meiri lax að ganga í Sogið en í fyrra og Sogið hefur yfirleitt ekki byrjað að gefa almennilega fyrr en eftir miðjan júlí. Það er því spennandi að sjá hvernig næstu hollum vegnar á þessu skemmtilega veiðisvæði. Mest lesið Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Svipaður fjöldi umsókna og 2011 Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði
Sogið átti mjög dapurt sumar í fyrra og margir unnendur þess hafa haft áhyggjur af framtíð laxveiða í ánni. Það virðist samt vera einhver viðsnúningur í Soginu miðað við þær fréttir sem eru að berast af bakkanum. Öflugt gengi veiðimanna er nú við veiðar í Bíldsfelli og voru í morgun komnir með fjóra laxa á land og þar af þrjá úr Matarpollum ef heimilidir okkar eru réttar. Matarpollar er nú líklega sá staður sem minnst er veiddur í Soginu enda þykir hann ekki mjög gjöfull miðað við t.d. Efri og Neðri Garð eða Sakkarhólma. Af Ásgarði eru síðan góðar fréttir en þar er Árni Baldursson hjá Lax-Á við veiðar og í gærkvöldi landaði hann tveimur stórum löxum í Símastreng og öðrum fimm neðar í ánni. Hann átti þó sérstaka stund við Frúarstein í gærkvöldi þegar hann setti í og missti níu laxa í beit. Það er greinilegt að það er meiri lax að ganga í Sogið en í fyrra og Sogið hefur yfirleitt ekki byrjað að gefa almennilega fyrr en eftir miðjan júlí. Það er því spennandi að sjá hvernig næstu hollum vegnar á þessu skemmtilega veiðisvæði.
Mest lesið Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Svipaður fjöldi umsókna og 2011 Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði