Góð bleikjuveiði í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2018 13:00 Þær eru flottar sjóbleikjurnar í Hraunsfirði. Mynd: Bjarni Júlíusson Hraunsfjörður er eitt skemmtilegasta sjóbleikjusvæði landsins en kannski ekki vegna fjölbreytileika veiðistaða heldur af magninu af bleikju sem þar oft veiðist. Veiðin getur oft byrjað nokkðu snemma á sumrin í Hraunsfirði en aðaltíminn er klárlega í júlímánuði. Vatnið er nokkuð mikið stundað en árangur manna er æði misjafn og það eru stundum margir sem fara þangað án þess að fá fisk. Yfirleitt hangir það þó saman við veiðitækni en beituveiði er síst til þess fallinn að gefa árangur í vatninu. Spúnn getur stundum gefið ágætlega en flugan gefur alltaf langbest. Flugurnar sem bleikjan er að taka geta verið margvíslegar en í fyrra veiddist best á grænar og grænleitar flugur sem líkjast marfló og það er veist að veiða á langann taum eða hægsökkvandi línu og draga löturhægt inn. Við höfum haft fregnir af veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga og hefur aflinn verið góður en mesta veiðin er 28 bleikjur á eina stöng yfir daginn og var veitt víða um vatnið, mest þó að vestanverðu. Mest lesið Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði
Hraunsfjörður er eitt skemmtilegasta sjóbleikjusvæði landsins en kannski ekki vegna fjölbreytileika veiðistaða heldur af magninu af bleikju sem þar oft veiðist. Veiðin getur oft byrjað nokkðu snemma á sumrin í Hraunsfirði en aðaltíminn er klárlega í júlímánuði. Vatnið er nokkuð mikið stundað en árangur manna er æði misjafn og það eru stundum margir sem fara þangað án þess að fá fisk. Yfirleitt hangir það þó saman við veiðitækni en beituveiði er síst til þess fallinn að gefa árangur í vatninu. Spúnn getur stundum gefið ágætlega en flugan gefur alltaf langbest. Flugurnar sem bleikjan er að taka geta verið margvíslegar en í fyrra veiddist best á grænar og grænleitar flugur sem líkjast marfló og það er veist að veiða á langann taum eða hægsökkvandi línu og draga löturhægt inn. Við höfum haft fregnir af veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga og hefur aflinn verið góður en mesta veiðin er 28 bleikjur á eina stöng yfir daginn og var veitt víða um vatnið, mest þó að vestanverðu.
Mest lesið Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði