Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðviksson skrifar 21. júní 2018 08:43 Mynd: Ingólfur Ásgeirsson Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar í gærkvöldi og nú þegar er ein áin farin að renna fram úr hinum. Nokkrar nýjar ár á listanum eru bara búnar að vera opnar í einn til tvo daga og holl sem eru við veiðar ennþá að klára svo þær tölur eru kannski ekki beisnar en það er gaman að sjá að það er að aukast krafturinn í veiðinni. Tímasetningin á stórstraum er svolítið sérstök og gæti þýtt að mest af smálaxinum komi í kringum þann straum en hann er núna í lok júní. Svipað var uppá teningnum 2015 en það sumar var með eindæmum gott eins og veiðimenn muna eftir. Sú á sem hefur skilað flestum löxum á land er Þverá/Kjarrá en heildarveiðin þar er komin í 238 laxa á 14 stangir. Heildarveiðin í henni í fyrra var 2060 laxar svo hún virðist vera komin á gott ról. Hæsta meðalveiðin á stöng er í Urriðafossi en í gær vantaði heildartöluna en sú sem er á listanum er síðan í síðustu viku. Við höfum ágætar heimildir fyrir því að veiðin á svæðinu sé að detta í 300 laxa. Heildarlistinn yfir fimm hæstu árnar er hér fyrir neðan en listann í heild sinni má skoða á www.angling.is 1. Þverá/Kjarrá 238 laxar 2. Urriðafoss 211 laxar (viku gamlar tölur) 3. Norðurá 175 laxar 4. Blanda 118 laxar 5. Miðfjarðará 95 laxar Mest lesið Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði
Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar í gærkvöldi og nú þegar er ein áin farin að renna fram úr hinum. Nokkrar nýjar ár á listanum eru bara búnar að vera opnar í einn til tvo daga og holl sem eru við veiðar ennþá að klára svo þær tölur eru kannski ekki beisnar en það er gaman að sjá að það er að aukast krafturinn í veiðinni. Tímasetningin á stórstraum er svolítið sérstök og gæti þýtt að mest af smálaxinum komi í kringum þann straum en hann er núna í lok júní. Svipað var uppá teningnum 2015 en það sumar var með eindæmum gott eins og veiðimenn muna eftir. Sú á sem hefur skilað flestum löxum á land er Þverá/Kjarrá en heildarveiðin þar er komin í 238 laxa á 14 stangir. Heildarveiðin í henni í fyrra var 2060 laxar svo hún virðist vera komin á gott ról. Hæsta meðalveiðin á stöng er í Urriðafossi en í gær vantaði heildartöluna en sú sem er á listanum er síðan í síðustu viku. Við höfum ágætar heimildir fyrir því að veiðin á svæðinu sé að detta í 300 laxa. Heildarlistinn yfir fimm hæstu árnar er hér fyrir neðan en listann í heild sinni má skoða á www.angling.is 1. Þverá/Kjarrá 238 laxar 2. Urriðafoss 211 laxar (viku gamlar tölur) 3. Norðurá 175 laxar 4. Blanda 118 laxar 5. Miðfjarðará 95 laxar
Mest lesið Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði