GKR og JóiPé kynntust fyrst í gegnum umboðsskrifstofuna Mid Atlantic, en þeir eru báðir samningsbundnir þar. Sambandið þróaðist síðan smátt og smátt með tímanum og kynntust þeir síðan enn betur í gegnum Starra, pródúser lagsins, sem hefur unnið náið með JóaPé og Króla í gegnum tíðina.
„Ég hugsaði bara að JóiPé myndi örugglega hljóma mjög vel á laginu, sendi honum message og bara hey viltu ekki vera með vers á þessu lagi og hann sagði jú ég er til í þetta“ segir GKR.
GKR er að spila á Secret Solstice á sunnudaginn klukkan 19:30. „Þetta verður fyrsta showið sem ég er að taka gesti upp á svið, það verður mikið af nýjum lögum, og það verður gaman eins og má alltaf búast við á mínum showum, það er alltaf gaman þegar ég spila.“
$TARRI sá um útsetningu lagsins og Sigurður Ýmir gerði grafíkina.
Hér má hlusta á lagið á YouTube, en það er einnig væntanlegt á Spotify í vikunni.