Mikið vatn í ánum á vesturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2018 12:00 Breiðan neðan við fossinn Skugga í Langá í gær. Ansi mikið vatn. Mynd: KL Það hefur verið stanslaus rigning á suðvesturhorni landsins frá því í maí með undantekningu á örfáum þurrum dögum og þetta úrhelli hefur haft mikil áhrif á árnar. Þær eru ekki í takt við það sem þær eiga að vera veiðitölurnar á þessum tíma enda ekkert skrítið þegar veiðimenn þurfa að berjast við árnar í þreföldu eða fjórföldu vatni. Það hefur engin á farið varhluta af þessu en mismikið þó. Dragárnar eru viðkvæmari en lindárnar en úrhellið hefur verið þannig að meira að segja árnar sem hafa vatnsmiðlun eins og Langá á Mýrum sem er með þrefalt eða fjórfalt rennsli sem er eðlilegt á þessum tíma. Laxinn gengur í árnar en leggst bara niður í hyljina og bíður eftir því að það sjatni. "Það bara gott að frétta. Nú vonandi sjatnar aðeins og þá sjáum við hvað hefur gengið af laxi undanfarna daga. Ekki vinnandi vegur að sjá það eins og staðan er. Liturinn rétt að fara úr og allt bólgið. Fiskurinn er bara einhversstaðar" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa með ástandið í þeirra ám á vesturlandi. Síðustu sumur hafa veiðimenn verið á hnjánum að biðja um rigningu sem aldrei kom og núna sitja sömu veiðimenn að biðja fyrir þurrki sem samkvæmt spánum gæti hugsanlega kannski verið á leiðnni. En ef við horfum aðeins jákvætt á þetta, þá sérstaklega með þeirri von að það komi sumar og góður þurrkur samhliða því á vesturlandi þá verða þeir veiðimenn sem eiga síðsumars veiðileyfi í þessum ám í mjög góðum málum. Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Það hefur verið stanslaus rigning á suðvesturhorni landsins frá því í maí með undantekningu á örfáum þurrum dögum og þetta úrhelli hefur haft mikil áhrif á árnar. Þær eru ekki í takt við það sem þær eiga að vera veiðitölurnar á þessum tíma enda ekkert skrítið þegar veiðimenn þurfa að berjast við árnar í þreföldu eða fjórföldu vatni. Það hefur engin á farið varhluta af þessu en mismikið þó. Dragárnar eru viðkvæmari en lindárnar en úrhellið hefur verið þannig að meira að segja árnar sem hafa vatnsmiðlun eins og Langá á Mýrum sem er með þrefalt eða fjórfalt rennsli sem er eðlilegt á þessum tíma. Laxinn gengur í árnar en leggst bara niður í hyljina og bíður eftir því að það sjatni. "Það bara gott að frétta. Nú vonandi sjatnar aðeins og þá sjáum við hvað hefur gengið af laxi undanfarna daga. Ekki vinnandi vegur að sjá það eins og staðan er. Liturinn rétt að fara úr og allt bólgið. Fiskurinn er bara einhversstaðar" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa með ástandið í þeirra ám á vesturlandi. Síðustu sumur hafa veiðimenn verið á hnjánum að biðja um rigningu sem aldrei kom og núna sitja sömu veiðimenn að biðja fyrir þurrki sem samkvæmt spánum gæti hugsanlega kannski verið á leiðnni. En ef við horfum aðeins jákvætt á þetta, þá sérstaklega með þeirri von að það komi sumar og góður þurrkur samhliða því á vesturlandi þá verða þeir veiðimenn sem eiga síðsumars veiðileyfi í þessum ám í mjög góðum málum.
Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði