Veiði hófst í Veiðivötnum í gærmorgun Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2018 08:52 Þórunn með 9.5 punda urriða úr Veiðivötnum í fyrrasumar. Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Veiði hófst í Veiðivötnum í gærmorgun og samkvæmt okkar fréttum byrjar veiðin á þessu vinsæla svæði bara með ágætum. Veiðivötn hafa lengi verið eitt vinsælasta silungsveiðisvæði landsins og þangað streymir mikill fjöldi veiðimanna á hverju ári. Eftir því sem okkar menn á veiðislóð segja eru aðstæður góðar þrátt fyrir kulda en gróður er vel tekinn við sér, lítill snjór og öll vötn löngu orðin íslaus. Nokkuð mikið vatn er í Ónýtavatni, Hraunvötnum og Litlasjó en af þeim sökum er ófært í Hermannsvík og Eyvík. Veiðin er ágæt eftir því sem við höfum heyrt og fiskurinn vel haldinn eins og venjulega enda mikið æti í vötnunum. Þeir sem við höfum heyrt af eru búnir að fá þetta þrjá til tíu fiska eins og er og það sem kætir mikið er að fluguveiðin er að gefa fínan afla. Eins og venjulega eru það mest straumflugur dregnar á stuttu strippi sem urriðinn stekkur á en bleikjan er að taka mikið púpur á löngum taum og hægum inndrætti. VIð fáum síðan uppfærðar veiðitölur vikulega úr vötnunum og það verður spennandi að sjá hverju þessi fyrsta vika skilar. Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Veiði hófst í Veiðivötnum í gærmorgun og samkvæmt okkar fréttum byrjar veiðin á þessu vinsæla svæði bara með ágætum. Veiðivötn hafa lengi verið eitt vinsælasta silungsveiðisvæði landsins og þangað streymir mikill fjöldi veiðimanna á hverju ári. Eftir því sem okkar menn á veiðislóð segja eru aðstæður góðar þrátt fyrir kulda en gróður er vel tekinn við sér, lítill snjór og öll vötn löngu orðin íslaus. Nokkuð mikið vatn er í Ónýtavatni, Hraunvötnum og Litlasjó en af þeim sökum er ófært í Hermannsvík og Eyvík. Veiðin er ágæt eftir því sem við höfum heyrt og fiskurinn vel haldinn eins og venjulega enda mikið æti í vötnunum. Þeir sem við höfum heyrt af eru búnir að fá þetta þrjá til tíu fiska eins og er og það sem kætir mikið er að fluguveiðin er að gefa fínan afla. Eins og venjulega eru það mest straumflugur dregnar á stuttu strippi sem urriðinn stekkur á en bleikjan er að taka mikið púpur á löngum taum og hægum inndrætti. VIð fáum síðan uppfærðar veiðitölur vikulega úr vötnunum og það verður spennandi að sjá hverju þessi fyrsta vika skilar.
Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði