Norðurá opnar á mánudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2018 10:15 Norðurá opnar fyrir veiðimönnum á mánudaginn. Norðurá opnar á mánudaginn næsta og það virðist þegar nokkuð af laxi kominn í ána. Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður og staðarhaldari við Norðurá sá sex laxa á Brotinu í gær og þeir sem hafa verið að kíkja í Norðurá hafa séð laxa víðar svo það gæti farið svo að opnunin verði hin hressilegasta. Opnun Norðurár er alltaf gerð með nokkurri viðhöfn og jafnan er ansi gestkvæmt við bakkann. Ekki hefur verið gefið upp ennþá hver það verður sem verður fyrstur til að kasta flugu í hana en nokkrir nafntogaðir Íslendingar hafa gjarnan verið fyrstir til þess. Fyrsta flugan dettur væntanlega á vatnsflötin á slaginu 7:00 á mánudagsmorgun. Laxar eru annars farnir að sýna sig víða og það vissulega eykur bjartsýni manna um að það sé gott veiðisumar framundan. Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Veiði
Norðurá opnar á mánudaginn næsta og það virðist þegar nokkuð af laxi kominn í ána. Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður og staðarhaldari við Norðurá sá sex laxa á Brotinu í gær og þeir sem hafa verið að kíkja í Norðurá hafa séð laxa víðar svo það gæti farið svo að opnunin verði hin hressilegasta. Opnun Norðurár er alltaf gerð með nokkurri viðhöfn og jafnan er ansi gestkvæmt við bakkann. Ekki hefur verið gefið upp ennþá hver það verður sem verður fyrstur til að kasta flugu í hana en nokkrir nafntogaðir Íslendingar hafa gjarnan verið fyrstir til þess. Fyrsta flugan dettur væntanlega á vatnsflötin á slaginu 7:00 á mánudagsmorgun. Laxar eru annars farnir að sýna sig víða og það vissulega eykur bjartsýni manna um að það sé gott veiðisumar framundan.
Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Veiði