Daði hlaut verðlaun fyrir stikluna fyrir The Secret of Marrowbone Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júní 2018 10:10 Daði Sigurðsson hlaut The Golden trailer verðlaunin fyrir stikluna sem hann gerði fyrir hryllingsmyndina The Secret of Marrowbone. youtube Daði Sigurðsson hlaut á dögunum Gylltu stikluverðlaunin fyrir stikluna sem hann gerði fyrir hryllingsmyndina The Secret of Marrowbone. Kvikmyndin kom út árið 2017 og er í leikstjórn Sergio G. Sánchez. Hann skrifaði einnig handritið að The Secret of Marrowbone. Daði var að vonum ánægður þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Ég er virkilega ánægður með að hafa fengið þessi verðlaun. Þetta er ein stærsta verðlaunahátíðin í „stiklubransanum“ sem haldin er úti í LA svo að þetta er mikil viðurkenning fyrir mig og samstarfsfélaga mína. Það voru nokkrar mjög góðar stiklur sem við vorum að keppa við, svo það var heiður að vea tilnefndur – hvað þá að vinna.“ Stranger Things stjarnan Charlie Heaton fer með aðalhlutverkið í myndinni auk Anayu Taylor-Joy og George MacKay. Daði, sem hefur unnið sem stiklusmiður í Lundúnum frá árinu 2014, hlaut verðlaunin í flokki Besta erlenda hryllingsmyndastiklan. Hann starfar hjá auglýsingastofunni Silk Factory sem var stofnuð í fyrra. Fyrirtækið sérhæfir sig í auglýsingagerð fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Tilnefndar í þessum flokki voru hrlykkingsmyndirnar From a House on Wollow Street, Ghost Stories, Killing Ground og Slumber. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Daði Sigurðsson hlaut á dögunum Gylltu stikluverðlaunin fyrir stikluna sem hann gerði fyrir hryllingsmyndina The Secret of Marrowbone. Kvikmyndin kom út árið 2017 og er í leikstjórn Sergio G. Sánchez. Hann skrifaði einnig handritið að The Secret of Marrowbone. Daði var að vonum ánægður þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Ég er virkilega ánægður með að hafa fengið þessi verðlaun. Þetta er ein stærsta verðlaunahátíðin í „stiklubransanum“ sem haldin er úti í LA svo að þetta er mikil viðurkenning fyrir mig og samstarfsfélaga mína. Það voru nokkrar mjög góðar stiklur sem við vorum að keppa við, svo það var heiður að vea tilnefndur – hvað þá að vinna.“ Stranger Things stjarnan Charlie Heaton fer með aðalhlutverkið í myndinni auk Anayu Taylor-Joy og George MacKay. Daði, sem hefur unnið sem stiklusmiður í Lundúnum frá árinu 2014, hlaut verðlaunin í flokki Besta erlenda hryllingsmyndastiklan. Hann starfar hjá auglýsingastofunni Silk Factory sem var stofnuð í fyrra. Fyrirtækið sérhæfir sig í auglýsingagerð fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Tilnefndar í þessum flokki voru hrlykkingsmyndirnar From a House on Wollow Street, Ghost Stories, Killing Ground og Slumber.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira