Bíó og sjónvarp

„Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
"Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð,“ segir aðalleikari kvikmyndarinnar.
"Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð,“ segir aðalleikari kvikmyndarinnar. Vísir/afp
Aðalleikararnir í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, eru virkilega ánægðir með reynslu sína af því að hafa verið í tökum á kvikmyndinni, reyndar svo mjög að aðalleikona myndarinnar, Shailene Woodley, segist hafa dottið í lukkupottinn.

„Kvikmyndin er draumur sem rættist. Ég er ástfangin af hafinu og ég hef átt í ástarsambandi við hafið í langan tíma. Sú staðreynd að ég hafi fengið að verja þremur mánuðum úr lífi mínu, daginn út og daginn inn, á hafi úti að fylgjast með sólarupprásinni og sólsetrinu með mögnuðu fólki og ótrúlega hæfileikaríkum leikara mér við hlið er ótrúleg. Mér líður eins og ég hafi dottið í lukkupottinn,“ segir Woodley í samtali við Reuters.

Tilfinningin verður, að því er séð verður, gagnkvæm því mótleikari hennar Sam Claflin, fer fögrum orðum um hana. „Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð. Ég gæti siglt um heimshöfin með Shailene Woodley,“ segir Claflin. 

Adrift segir frá ungri konu sem reynir að bjarga lífi sínu og unnusta síns eftir að skúta þeirra verður fyrir skemmtum í fjórða stigs fellibyl úti á Kyrrahafinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×