Nýir sjónvarpsþættir upp úr Hringadróttinssögu - þeir dýrustu í sögunni Bergþór Másson skrifar 5. júní 2018 12:01 Hringadróttinssaga var skrifuð af J.R.R Tolkien en færð í kvikmyndaform af Peter Jackson. Síðastliðinn nóvember tilkynnti stórfyrirtækið Amazon að það hugðist framleiða sjónvarpsþætti upp úr Hringadróttinssögu þríleiknum. Í gær staðfesti fyrirtækið að það myndi framleiða fimm seríur. Þættirnir munu kosta 106 milljarða íslenskra króna í framleiðslu, sem gerir þá að dýrustu þáttum sjónvarpssögunnar. Hugheimur J.R.R Tolkiens, höfunds Hringadróttinssögu og Hobbitans, hefur farið sigurför um heiminn og selst í hundrað milljónum eintaka. Peter Jackson færði síðan ritverk Tolkiens yfir á hvíta tjaldið og leiddi það til 6 bíómynda og 21 Óskarsverðlauna á 13 ára tímabili. Seríurnar munu ekki fylgja nákvæmlega sama söguþráði og upprunalegi kvikmyndaþríleikur Jacksons, heldur munu þær kanna baksögur persónna ásamt nýjum upprunalegum sögum innblásnum frá bókum Tolkiens. Talið er að fyrsta serían muni aðallega fjalla um Aragorn, hinn réttborna konung Gondor. Sjónvarpsrisarnir Netflix og HBO voru einnig í viðræðum við réttindahafa en á endanum hneppti Amazon hnossið. Amazon keypti réttindin að þáttunum fyrir 250 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar 26,5 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt skilyrðum settum af réttindahöfum, þurfa Amazon að hefja framleiðslu að minnsta kosti innan tveggja ára. Það þýðir að þættirnir ættu að vera á leiðinni í Nóvember 2019. Helstu atriði eins og handritaskrif, leikaraval og leikstjórn hafa ekki verið uppgefin. Samkvæmt aðdáendasíðu tileinkaðri Hringadóttinssögu, The One Ring, hefur Amazon haft samband við Peter Jackson en þó eru engar staðfestar upplýsingar um þáttöku hans í seríunum. Amazon mun framleiða þættina í samvinnu við fjölskyldu Tolkiens, bókaútgefandann HarperCollins og kvikmyndaverið New Line Cinema. Áætlað er að Amazon muni eyða einum milljarði Bandaríkjadala, sem samsvarar 106 milljörður íslenskra króna, í framleiðslu þáttana. Það gerir þættina þá að þeim allra dýrustu í sjónvarpssögunni. Fréttin er unnin upp úr umfjöllun tímaritsins NME. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Weinstein hótaði að ráða Tarantino til að leikstýra Hringadróttinssögu Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. 3. maí 2018 13:26 Alexa hljóðritaði samtal hjóna og sendi vinum þeirra í tölvupósti Talsmaður netverslunarfyrirtækisins Amazon segir ótrúlega röð tilviljana hafa valdið því að raddstýrða tækið Alexa tók upp samtal hjóna og sendi upptökuna til manns á vinalista þeirra. 25. maí 2018 13:03 Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl notenda þrátt fyrir grunsamlega einkaleyfisumsókn Tilefnið er umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi á sérstakri tækni, sem byggir á því að hlusta eftir ákveðnum stikkorðum í samtölum notenda. 11. apríl 2018 23:45 Netflix stærra en Disney Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. 25. maí 2018 12:14 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Síðastliðinn nóvember tilkynnti stórfyrirtækið Amazon að það hugðist framleiða sjónvarpsþætti upp úr Hringadróttinssögu þríleiknum. Í gær staðfesti fyrirtækið að það myndi framleiða fimm seríur. Þættirnir munu kosta 106 milljarða íslenskra króna í framleiðslu, sem gerir þá að dýrustu þáttum sjónvarpssögunnar. Hugheimur J.R.R Tolkiens, höfunds Hringadróttinssögu og Hobbitans, hefur farið sigurför um heiminn og selst í hundrað milljónum eintaka. Peter Jackson færði síðan ritverk Tolkiens yfir á hvíta tjaldið og leiddi það til 6 bíómynda og 21 Óskarsverðlauna á 13 ára tímabili. Seríurnar munu ekki fylgja nákvæmlega sama söguþráði og upprunalegi kvikmyndaþríleikur Jacksons, heldur munu þær kanna baksögur persónna ásamt nýjum upprunalegum sögum innblásnum frá bókum Tolkiens. Talið er að fyrsta serían muni aðallega fjalla um Aragorn, hinn réttborna konung Gondor. Sjónvarpsrisarnir Netflix og HBO voru einnig í viðræðum við réttindahafa en á endanum hneppti Amazon hnossið. Amazon keypti réttindin að þáttunum fyrir 250 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar 26,5 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt skilyrðum settum af réttindahöfum, þurfa Amazon að hefja framleiðslu að minnsta kosti innan tveggja ára. Það þýðir að þættirnir ættu að vera á leiðinni í Nóvember 2019. Helstu atriði eins og handritaskrif, leikaraval og leikstjórn hafa ekki verið uppgefin. Samkvæmt aðdáendasíðu tileinkaðri Hringadóttinssögu, The One Ring, hefur Amazon haft samband við Peter Jackson en þó eru engar staðfestar upplýsingar um þáttöku hans í seríunum. Amazon mun framleiða þættina í samvinnu við fjölskyldu Tolkiens, bókaútgefandann HarperCollins og kvikmyndaverið New Line Cinema. Áætlað er að Amazon muni eyða einum milljarði Bandaríkjadala, sem samsvarar 106 milljörður íslenskra króna, í framleiðslu þáttana. Það gerir þættina þá að þeim allra dýrustu í sjónvarpssögunni. Fréttin er unnin upp úr umfjöllun tímaritsins NME.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Weinstein hótaði að ráða Tarantino til að leikstýra Hringadróttinssögu Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. 3. maí 2018 13:26 Alexa hljóðritaði samtal hjóna og sendi vinum þeirra í tölvupósti Talsmaður netverslunarfyrirtækisins Amazon segir ótrúlega röð tilviljana hafa valdið því að raddstýrða tækið Alexa tók upp samtal hjóna og sendi upptökuna til manns á vinalista þeirra. 25. maí 2018 13:03 Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl notenda þrátt fyrir grunsamlega einkaleyfisumsókn Tilefnið er umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi á sérstakri tækni, sem byggir á því að hlusta eftir ákveðnum stikkorðum í samtölum notenda. 11. apríl 2018 23:45 Netflix stærra en Disney Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. 25. maí 2018 12:14 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05
Weinstein hótaði að ráða Tarantino til að leikstýra Hringadróttinssögu Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. 3. maí 2018 13:26
Alexa hljóðritaði samtal hjóna og sendi vinum þeirra í tölvupósti Talsmaður netverslunarfyrirtækisins Amazon segir ótrúlega röð tilviljana hafa valdið því að raddstýrða tækið Alexa tók upp samtal hjóna og sendi upptökuna til manns á vinalista þeirra. 25. maí 2018 13:03
Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl notenda þrátt fyrir grunsamlega einkaleyfisumsókn Tilefnið er umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi á sérstakri tækni, sem byggir á því að hlusta eftir ákveðnum stikkorðum í samtölum notenda. 11. apríl 2018 23:45
Netflix stærra en Disney Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. 25. maí 2018 12:14