Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 10:42 Sam Claflin og Shailene Woodley í hlutverkum sínum í Adrift. STX Films Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, er talin eiga eftir að þéna um sjö til ellefu milljónir dollara á fyrstu helgi hennar í sýningu í Bandaríkjunum. Það gera um 733 milljónir og allt að 1,1 milljarði íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í spá Variety um gengi myndarinnar. Myndin verðu frumsýnd á morgun í 2.900 kvikmyndahúsum vestanhafs og er markhópurinn sagður ungt fólk.Á vefnum Box Office Pro er myndin sögð geta þénað um 10 til 15 milljónir dollara. Myndin er sögð allt öðruvísi en þær myndir sem verða í sýningu vestanhafs þessa helgi. Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. Adrift er frumsýnd á sama tíma og stórmyndirnar Solo: A Star Wars Story og Deadpool 2 eru enn fyrirferðarmiklar í kvikmyndahúsum ásamt Avengers: Infinity War.Myndin segir frá ungri konu sem þarf að bjarga sér og unnustunum úr háska á Kyrrahafinu.STX FilmsTvær aðrar myndir verða frumsýndar vestanhafs um helgina en það eru myndirnar Action Point með Jackass-stjörnunni Johnny Knoxville, en því er spáð að hún muni þéna um fjórar til sjö milljónir dollara á frumsýningarhelginni þar sem hún verður sýnd í 2.000 kvikmyndahúsum, og myndin Upgrade en henni er spáð um þremur milljónum dollara í 1.400 sölum.Gangi spá Box Office Pro eftir verður Adrift í þriðja sæti listans yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar vestanhafs, á eftir Solo og Deadpool 2 en undan Avengers: Infinity War.Þeir sem reyna að spá fyrir gengi mynda telja að mynd eins og Adrift sé upp á náð og miskunn gagnrýnenda komin. Gott umtal muni gera myndinni gott þegar kemur að aðsókninni á þessari mynd sem er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Baltasar eitursvalur á rauða dreglinum Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Regal kvikmyndahúsinu í Los Angeles. 24. maí 2018 10:30 „Kvenkyns ofurhetja sem þurfti ekki skikkju“ Baltasar segir fáar myndir, ef einhverjar, fjalla um baráttu kvenna við náttúruöflin. 28. maí 2018 16:24 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, er talin eiga eftir að þéna um sjö til ellefu milljónir dollara á fyrstu helgi hennar í sýningu í Bandaríkjunum. Það gera um 733 milljónir og allt að 1,1 milljarði íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í spá Variety um gengi myndarinnar. Myndin verðu frumsýnd á morgun í 2.900 kvikmyndahúsum vestanhafs og er markhópurinn sagður ungt fólk.Á vefnum Box Office Pro er myndin sögð geta þénað um 10 til 15 milljónir dollara. Myndin er sögð allt öðruvísi en þær myndir sem verða í sýningu vestanhafs þessa helgi. Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. Adrift er frumsýnd á sama tíma og stórmyndirnar Solo: A Star Wars Story og Deadpool 2 eru enn fyrirferðarmiklar í kvikmyndahúsum ásamt Avengers: Infinity War.Myndin segir frá ungri konu sem þarf að bjarga sér og unnustunum úr háska á Kyrrahafinu.STX FilmsTvær aðrar myndir verða frumsýndar vestanhafs um helgina en það eru myndirnar Action Point með Jackass-stjörnunni Johnny Knoxville, en því er spáð að hún muni þéna um fjórar til sjö milljónir dollara á frumsýningarhelginni þar sem hún verður sýnd í 2.000 kvikmyndahúsum, og myndin Upgrade en henni er spáð um þremur milljónum dollara í 1.400 sölum.Gangi spá Box Office Pro eftir verður Adrift í þriðja sæti listans yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar vestanhafs, á eftir Solo og Deadpool 2 en undan Avengers: Infinity War.Þeir sem reyna að spá fyrir gengi mynda telja að mynd eins og Adrift sé upp á náð og miskunn gagnrýnenda komin. Gott umtal muni gera myndinni gott þegar kemur að aðsókninni á þessari mynd sem er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Baltasar eitursvalur á rauða dreglinum Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Regal kvikmyndahúsinu í Los Angeles. 24. maí 2018 10:30 „Kvenkyns ofurhetja sem þurfti ekki skikkju“ Baltasar segir fáar myndir, ef einhverjar, fjalla um baráttu kvenna við náttúruöflin. 28. maí 2018 16:24 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02
Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37
Baltasar eitursvalur á rauða dreglinum Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Regal kvikmyndahúsinu í Los Angeles. 24. maí 2018 10:30
„Kvenkyns ofurhetja sem þurfti ekki skikkju“ Baltasar segir fáar myndir, ef einhverjar, fjalla um baráttu kvenna við náttúruöflin. 28. maí 2018 16:24