Glæný plata frá plánetunni Trúpíter Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. maí 2018 07:00 Aron Can fær í sumar andlit sitt á risaskilti á Times Square okkar Íslendinga, Gullinbrú. Vísir/ernir Á miðnætti kemur út platan Trúpíter með Aron Can, hans þriðja plata ef við teljum mixteipið Þekkir stráginn með. Þetta eru 15 glæný lög sem Aron segir að séu öll „hittarar“. „Ínótt var kannski svolítið þung plata, munurinn er alveg gríðarlegur. Þessi plata er bara við í stúdíóinu að „fokkast“ í heilt ár, þetta er ekki jafn mikið svona verkefni og hin, Ínótt var rosalega mikil plata. Það er geðveikt gaman að prófa bæði. Þekkir stráginn er kannski millivegurinn. En þessi er svona „fokk“ – það kemur oft besta útkoman úr því, að vera á flippinu.“ Eins og áður eru það Jón Bjarni og Aron Rafn sem eru mennirnir á tökkunum og bak við Aron, en þeir hafa fylgst að alveg frá byrjun. „Það virkar alltof vel til að fara að breyta því. Þetta er svo náttúrulegt – þetta erum bara við í stúdíóinu og hugmyndirnar koma bara. Við erum kannski búnir að gera hálft lag og þá vitum við alveg hvert við erum að fara með það – það gerist kannski á 10 mínútum.“ Aron er sammála blaðamanni að hljómurinn hafi þróast töluvert og alls ekki staðið í stað – Þekkir stráginn var villtur Atlanta-legur mixteip hljómur og Aldrei heim er svo poppsmellur eins og þeir gerast bestir. „Ég er alltaf að þróa mitt dæmi og Jón og Aron eru líka að þróa sína tónlist sem við látum virka mjög vel saman og koma út á einhverjum punkti þar sem „input“ frá okkur öllum kemur saman. Ég er heima að skrifa texta, þeir heima hjá sér að gera „beats“ – þannig að auðvitað erum við enn að þróa hljóminn okkar og munum aldrei hætta því.“ Spurður út í titil plötunnar, Trúpíter, segir Aron að honum hafi langað til að nefna plötuna Trúpí en einhverju sinni í ferlinu bak við eitt lag hafi Trúpíter orðið útkoman. „Þetta er „basically“ bara Trúpíter – plánetan sem við erum á, enginn annar.“ Umslagið á plötunni er teikning eftir listakonuna Örnu Beth sem Aron segir að tengist efni plötunnar beint – að ef maður hlusti á plötuna og horfi á umslagið þá eigi maður eftir að tengja. Myndum af umslaginu var hent upp á risaskilti fyrirtækisins Billboard til að kynna útgáfuna og fara svo aftur upp í sumar um allt land.Fam, trúpíter kemur út á föstudaginn. Pródúsuð af bræðrum mínum @jonbjarn1 og @AronRaafn Arna beth gerði svo nett cover að við settum það á billboard. Hlakka til að leyfa ykkur að heyra pic.twitter.com/rL8iscDIxM— aroncan (@aroncang) May 22, 2018 „Skemmtilegt að fara nýjar leiðir. Amerískir rapparar gefa út og fá risaskilti á Times Square og mig langaði að gera svipað. Ég keyri Gullinbrúna á hverjum degi og þar sé ég alltaf svona skilti og þaðan kom hugmyndin. Skilti á Gullinbrú eða Grensásvegi er okkar Times Square, er það ekki?“ Aron segir að fram undan sé bara allsherjar spilamennska – hann stefnir á að spila meira erlendis en hann er einmitt nýlega kominn frá Ósló þar sem hann hélt tónleika fyrir fullum sal. Norðmenn virtust þekkja lögin og Aron segir líka að það hafi verið lærdómsríkt og endurnærandi að komast í aðra orku og í kynni við aðrar skoðanir á tónlistinni. „Það var geðveikt. Fólk að syngja með án þess að kunna orðin – þannig að þau voru greinilega búin að hlusta á mig. Það er í alvörunni hægt að gera þetta þó að maður noti íslensku, fólk er að tengja við tónlistina án þess að skilja textann. Það er eins og það skipti ekki máli lengur að skilja hvert orð, þetta er bara væbið – maður skilur ekki allt sem Young Thug segir en nær samt að væba við það.“ Hann er á leiðinni aftur til Noregs í lok júní þar sem hann spilar á tónlistarhátíðinni North Of í Harstad lengst í norðurhluta landsins. „Sumarið verður rosalegt – það er bara að spila, halda áfram að gera tónlist í stúdíóinu og vonandi bara gefa út plötu strax. Eina vandamálið okkar er að þegar við gefum út plötur erum við bara hálfnaðir með næstu. En við verðum á fullu í stúdíóinu, spila og bara njóta lífsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Á miðnætti kemur út platan Trúpíter með Aron Can, hans þriðja plata ef við teljum mixteipið Þekkir stráginn með. Þetta eru 15 glæný lög sem Aron segir að séu öll „hittarar“. „Ínótt var kannski svolítið þung plata, munurinn er alveg gríðarlegur. Þessi plata er bara við í stúdíóinu að „fokkast“ í heilt ár, þetta er ekki jafn mikið svona verkefni og hin, Ínótt var rosalega mikil plata. Það er geðveikt gaman að prófa bæði. Þekkir stráginn er kannski millivegurinn. En þessi er svona „fokk“ – það kemur oft besta útkoman úr því, að vera á flippinu.“ Eins og áður eru það Jón Bjarni og Aron Rafn sem eru mennirnir á tökkunum og bak við Aron, en þeir hafa fylgst að alveg frá byrjun. „Það virkar alltof vel til að fara að breyta því. Þetta er svo náttúrulegt – þetta erum bara við í stúdíóinu og hugmyndirnar koma bara. Við erum kannski búnir að gera hálft lag og þá vitum við alveg hvert við erum að fara með það – það gerist kannski á 10 mínútum.“ Aron er sammála blaðamanni að hljómurinn hafi þróast töluvert og alls ekki staðið í stað – Þekkir stráginn var villtur Atlanta-legur mixteip hljómur og Aldrei heim er svo poppsmellur eins og þeir gerast bestir. „Ég er alltaf að þróa mitt dæmi og Jón og Aron eru líka að þróa sína tónlist sem við látum virka mjög vel saman og koma út á einhverjum punkti þar sem „input“ frá okkur öllum kemur saman. Ég er heima að skrifa texta, þeir heima hjá sér að gera „beats“ – þannig að auðvitað erum við enn að þróa hljóminn okkar og munum aldrei hætta því.“ Spurður út í titil plötunnar, Trúpíter, segir Aron að honum hafi langað til að nefna plötuna Trúpí en einhverju sinni í ferlinu bak við eitt lag hafi Trúpíter orðið útkoman. „Þetta er „basically“ bara Trúpíter – plánetan sem við erum á, enginn annar.“ Umslagið á plötunni er teikning eftir listakonuna Örnu Beth sem Aron segir að tengist efni plötunnar beint – að ef maður hlusti á plötuna og horfi á umslagið þá eigi maður eftir að tengja. Myndum af umslaginu var hent upp á risaskilti fyrirtækisins Billboard til að kynna útgáfuna og fara svo aftur upp í sumar um allt land.Fam, trúpíter kemur út á föstudaginn. Pródúsuð af bræðrum mínum @jonbjarn1 og @AronRaafn Arna beth gerði svo nett cover að við settum það á billboard. Hlakka til að leyfa ykkur að heyra pic.twitter.com/rL8iscDIxM— aroncan (@aroncang) May 22, 2018 „Skemmtilegt að fara nýjar leiðir. Amerískir rapparar gefa út og fá risaskilti á Times Square og mig langaði að gera svipað. Ég keyri Gullinbrúna á hverjum degi og þar sé ég alltaf svona skilti og þaðan kom hugmyndin. Skilti á Gullinbrú eða Grensásvegi er okkar Times Square, er það ekki?“ Aron segir að fram undan sé bara allsherjar spilamennska – hann stefnir á að spila meira erlendis en hann er einmitt nýlega kominn frá Ósló þar sem hann hélt tónleika fyrir fullum sal. Norðmenn virtust þekkja lögin og Aron segir líka að það hafi verið lærdómsríkt og endurnærandi að komast í aðra orku og í kynni við aðrar skoðanir á tónlistinni. „Það var geðveikt. Fólk að syngja með án þess að kunna orðin – þannig að þau voru greinilega búin að hlusta á mig. Það er í alvörunni hægt að gera þetta þó að maður noti íslensku, fólk er að tengja við tónlistina án þess að skilja textann. Það er eins og það skipti ekki máli lengur að skilja hvert orð, þetta er bara væbið – maður skilur ekki allt sem Young Thug segir en nær samt að væba við það.“ Hann er á leiðinni aftur til Noregs í lok júní þar sem hann spilar á tónlistarhátíðinni North Of í Harstad lengst í norðurhluta landsins. „Sumarið verður rosalegt – það er bara að spila, halda áfram að gera tónlist í stúdíóinu og vonandi bara gefa út plötu strax. Eina vandamálið okkar er að þegar við gefum út plötur erum við bara hálfnaðir með næstu. En við verðum á fullu í stúdíóinu, spila og bara njóta lífsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira