Suður-Afríka vill tvöfalda bílaframleiðsluna Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2018 06:30 Bílar settir saman í Suður-Afríku. Suður-Afríka er það land Afríku þar sem flestir bílar eru framleiddir en ársframleiðslan í fyrra nam 600.000 bílum og flestir þeirra voru fluttir út úr landinu. Toyota, Ford, Volkswagen, Nissan, BMW og Bejing Automotive eru með verksmiðjur í landinu og eru yfirvöld í Suður-Afríku nú í viðræðum við sum þessara fyrirtækja með það markmið að tvöfalda framleiðslu bíla í landinu og hefur boðið þeim skattaafslætti í því augnamiði. Fyrirætlanir yfirvalda í landinu eru hástemmdar og stendur vilji til þess að meira en tvöfalda framleiðsluna til ársins 2035 og framleiða þá 1,5 milljónir bíla. Mikill vöxtur er nú í bílaframleiðslu í Surður-Afríku og er búist við því að hún muni verða 850.000 bílar árið 2020. Ef áætlanir yfirvalda í Suður-Afríku ganga eftir um tvöföldun framleiðslunnar verða starfsmenn sem vinna við bílaframleiðslu orðnir 225.000 og munar um minna í landi sem glímir við atvinnuleysi. Vandi bílaframleiðendanna sem framleiða bíla í Suður-Afríku er vegalengdin á sölumarkaði en að meðaltali þarf til dæmis að flytja þá bíla BMW sem framleiddir eru í landinu um 9.000 kílómetra leið. Því þarf að vera býsna hagkvæmt að framleiða BMW bíla í Suður-Afríku til að réttlæta mikinn flutningskostnað. Bílaframleiðslan skiptir efnahagslífið í landinu miklu máli en sjö prósent af virði allrar framleiðslu í landinu eru bílar. BMW hefur nýlega varið 49 milljörðum króna í nýja bílaverksmiðju norður af Pretoríu og í síðasta mánuði hófst þar framleiðsla á BMW X3 jepplingnum. Uppbygging stendur einnig yfir hjá Volkswagen og Nissan og var tekin ákvörðun um aukna framleiðslu þeirra beggja í landinu árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent
Suður-Afríka er það land Afríku þar sem flestir bílar eru framleiddir en ársframleiðslan í fyrra nam 600.000 bílum og flestir þeirra voru fluttir út úr landinu. Toyota, Ford, Volkswagen, Nissan, BMW og Bejing Automotive eru með verksmiðjur í landinu og eru yfirvöld í Suður-Afríku nú í viðræðum við sum þessara fyrirtækja með það markmið að tvöfalda framleiðslu bíla í landinu og hefur boðið þeim skattaafslætti í því augnamiði. Fyrirætlanir yfirvalda í landinu eru hástemmdar og stendur vilji til þess að meira en tvöfalda framleiðsluna til ársins 2035 og framleiða þá 1,5 milljónir bíla. Mikill vöxtur er nú í bílaframleiðslu í Surður-Afríku og er búist við því að hún muni verða 850.000 bílar árið 2020. Ef áætlanir yfirvalda í Suður-Afríku ganga eftir um tvöföldun framleiðslunnar verða starfsmenn sem vinna við bílaframleiðslu orðnir 225.000 og munar um minna í landi sem glímir við atvinnuleysi. Vandi bílaframleiðendanna sem framleiða bíla í Suður-Afríku er vegalengdin á sölumarkaði en að meðaltali þarf til dæmis að flytja þá bíla BMW sem framleiddir eru í landinu um 9.000 kílómetra leið. Því þarf að vera býsna hagkvæmt að framleiða BMW bíla í Suður-Afríku til að réttlæta mikinn flutningskostnað. Bílaframleiðslan skiptir efnahagslífið í landinu miklu máli en sjö prósent af virði allrar framleiðslu í landinu eru bílar. BMW hefur nýlega varið 49 milljörðum króna í nýja bílaverksmiðju norður af Pretoríu og í síðasta mánuði hófst þar framleiðsla á BMW X3 jepplingnum. Uppbygging stendur einnig yfir hjá Volkswagen og Nissan og var tekin ákvörðun um aukna framleiðslu þeirra beggja í landinu árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent