„Kvenkyns ofurhetja sem þurfti ekki skikkju“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2018 16:24 Baltasar með Tami Oldham og aðalleikurum myndarinnar Adrift. vísir/ap „Ég hafði þarna tækifæri til að gera kvikmynd um kvenkyns ofurhetju sem þurfti ekki skikkju,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur um mynd sína Adrift í samtali við bandaríska fjölmiðilinn Variety. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum en hún segir frá Tami Oldham sem þarf að bjarga sér og unnusta sínum úr sjávarháska eftir að hafa lent í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu.Baltasar ræddi við Variety þegar myndin var frumsýnd í Los Angeles í síðustu viku en þar sagðist hann ekki hafa lesið handrit myndarinnar í fyrstu með það í huga að aðalsöguhetjan væri kona. Líkamlegur og andlegur styrkur persónunnar hafi heillað hann í fyrstu. Að slík persóna væri kona var eitthvað sem varð að aðalatriði síðar meir. „Þegar ég fór fyrst að hugsa um það, þá eru afar fáar, ef einhverjar myndir, sem sýna baráttu kvenna gegn náttúruöflum. Þetta eru venjulega karlar og úlfar. Eða karlar með skegg sem veltast um í snjónum,“ sagði Baltasar. Hann sagði þessa mynd hafa verið afar erfiða í tökum. Myndin var tekin upp að hluta úti á hafi undan ströndum Fiji-eyja. Hann sagði leikarana hafa verið glaða í fyrstu. „En það voru bara fyrstu tveir klukkutímarnir,“ segir Baltasar og bætir við að flestir hafi orðið sjóveikir og kastað upp. Bíó og sjónvarp Fídji Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Baltasar eitursvalur á rauða dreglinum Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Regal kvikmyndahúsinu í Los Angeles. 24. maí 2018 10:30 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Ég hafði þarna tækifæri til að gera kvikmynd um kvenkyns ofurhetju sem þurfti ekki skikkju,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur um mynd sína Adrift í samtali við bandaríska fjölmiðilinn Variety. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum en hún segir frá Tami Oldham sem þarf að bjarga sér og unnusta sínum úr sjávarháska eftir að hafa lent í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu.Baltasar ræddi við Variety þegar myndin var frumsýnd í Los Angeles í síðustu viku en þar sagðist hann ekki hafa lesið handrit myndarinnar í fyrstu með það í huga að aðalsöguhetjan væri kona. Líkamlegur og andlegur styrkur persónunnar hafi heillað hann í fyrstu. Að slík persóna væri kona var eitthvað sem varð að aðalatriði síðar meir. „Þegar ég fór fyrst að hugsa um það, þá eru afar fáar, ef einhverjar myndir, sem sýna baráttu kvenna gegn náttúruöflum. Þetta eru venjulega karlar og úlfar. Eða karlar með skegg sem veltast um í snjónum,“ sagði Baltasar. Hann sagði þessa mynd hafa verið afar erfiða í tökum. Myndin var tekin upp að hluta úti á hafi undan ströndum Fiji-eyja. Hann sagði leikarana hafa verið glaða í fyrstu. „En það voru bara fyrstu tveir klukkutímarnir,“ segir Baltasar og bætir við að flestir hafi orðið sjóveikir og kastað upp.
Bíó og sjónvarp Fídji Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Baltasar eitursvalur á rauða dreglinum Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Regal kvikmyndahúsinu í Los Angeles. 24. maí 2018 10:30 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02
Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37
Baltasar eitursvalur á rauða dreglinum Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Regal kvikmyndahúsinu í Los Angeles. 24. maí 2018 10:30