Sönggleði í afleitum hljómburði Jónas Sen skrifar 10. maí 2018 16:15 Það ríkir jafnan fjör á tónleikum Söngfjelagsins, segir í gagnrýni. Korpúlfsstaðir eru að öllu jöfnu ekki notaðir fyrir lifandi tónlistarflutning. Ég man ekki eftir að hafa farið þar á tónleika fyrr en nú. Á laugardaginn hélt kammerkórinn Söngfjelagið þar vortónleika sína. Dagskráin var nokkuð óvenjuleg, sem hæfði á vissan hátt staðsetningunni. Tónlistin var nánast öll frá Suður-Ameríku. Þau örfáu íslensku lög sem heyra mátti voru með kraftmiklu latnesku yfirbragði. Sterkur þjóðlagaandi sveif yfir vötnunum og hann rímaði í sjálfu sér við hið hráa útlit sýningarsalarins á Korpúlfsstöðum. Með Söngfjelaginu lék hljómsveitin INTI Fusion, sem samanstendur af hljóðfæraleikurum frá ýmsum löndum Suður-Ameríku. Þeir er þó allir búsettir í Noregi. Með hljómsveitinni spilaði Hjörleifur Valsson á fiðlu og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Hilmar Örn Agnarsson stjórnaði. Fyrst eru það vondu fréttirnar. Hljómburðurinn á svæðinu var ægilegur. Kassalaga salurinn er mjög stór og allt miðsvæðið var girt af fyrir skúlpúra sem voru til sýnis. Áheyrendur máttu gera sér að góðu að sitja meðfram veggjum. Þeir sem staðsettir voru hinum megin við afgirta rýmið voru svo langt frá að þeir geta varla hafa greint almennilega það sem fram fór. Ég sjálfur sat á besta stað, en meira að segja þar var útkoman ekki fullnægjandi. Kórinn var að hluta til undir súð og í fyrri parti dagskrárinnar heyrðist lítið í honum. Hljómsveitin spilaði m.a. of sterkt; sérstaklega var slagverksleikur tveggja hljóðfæraleikara yfirgnæfandi. Kórinn var auk þess í fremur slæmu standi fyrst framan af, ýmsar raddir voru ekki hreinar. Styrkleikahlutföllin voru ekki nægilega góð og heildarhljómurinn gruggugur. Einn liðsmaður INTI Fusion, Edgar Albitres, söng einsöng. Bæði í hápunkti dagskráinnar, Kreólamessunni eftir Ariel Ramirez, en einnig í nokkrum lögum þar á undan. Hann var nokkuð lengi að komast í gang. Til allrar hamingju óx honum ásmegin og í Kreólamessunni í lokin var rödd hans fagurhljómandi og gædd miklum sjarma. Góðu fréttirnar eru þær að fjör ríkti á tónleikunum, eins og oft er þegar Söngfjelagið er annars vegar. Sönggleðin var smitandi og þó að hljómurinn hafi ekki verið ásættanlegur í byrjun lagaðist hann. Er á leið fór að heyrast meira í kórnum en minna í hljómsveitinni og í Kreólamessunni var kórsöngurinn afar fallegur. Höfundur messunnar, Ramirez, var argentínskur og verkið tekur aðeins um korter í flutningi. Kaflarnir eru þessir hefðbundnu, Kyrie, Gloria, o.s.frv. Andrúmsloftið er þrungið andakt, en þó mun afslappaðra en maður á að venjast. Suðuramerískir rytmar eru áberandi. Laglínurnar eru seiðandi, með þýðingarmiklum liggjandi hljómum undir sem kórinn framkallar. Þeir voru prýðilega mótaðir á tónleikunum, og heildarhljómur einsöngs, kórs og hljóðfæraleiks var glæsilegur. Jónas SenNiðurstaða: Tónleikarnir byrjuðu illa, kórinn var ekki í jafnvægi og hljómburður afleitur, en svo lagaðist þetta og seinni hluti dagskrárinnar var skemmtilegur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Korpúlfsstaðir eru að öllu jöfnu ekki notaðir fyrir lifandi tónlistarflutning. Ég man ekki eftir að hafa farið þar á tónleika fyrr en nú. Á laugardaginn hélt kammerkórinn Söngfjelagið þar vortónleika sína. Dagskráin var nokkuð óvenjuleg, sem hæfði á vissan hátt staðsetningunni. Tónlistin var nánast öll frá Suður-Ameríku. Þau örfáu íslensku lög sem heyra mátti voru með kraftmiklu latnesku yfirbragði. Sterkur þjóðlagaandi sveif yfir vötnunum og hann rímaði í sjálfu sér við hið hráa útlit sýningarsalarins á Korpúlfsstöðum. Með Söngfjelaginu lék hljómsveitin INTI Fusion, sem samanstendur af hljóðfæraleikurum frá ýmsum löndum Suður-Ameríku. Þeir er þó allir búsettir í Noregi. Með hljómsveitinni spilaði Hjörleifur Valsson á fiðlu og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Hilmar Örn Agnarsson stjórnaði. Fyrst eru það vondu fréttirnar. Hljómburðurinn á svæðinu var ægilegur. Kassalaga salurinn er mjög stór og allt miðsvæðið var girt af fyrir skúlpúra sem voru til sýnis. Áheyrendur máttu gera sér að góðu að sitja meðfram veggjum. Þeir sem staðsettir voru hinum megin við afgirta rýmið voru svo langt frá að þeir geta varla hafa greint almennilega það sem fram fór. Ég sjálfur sat á besta stað, en meira að segja þar var útkoman ekki fullnægjandi. Kórinn var að hluta til undir súð og í fyrri parti dagskrárinnar heyrðist lítið í honum. Hljómsveitin spilaði m.a. of sterkt; sérstaklega var slagverksleikur tveggja hljóðfæraleikara yfirgnæfandi. Kórinn var auk þess í fremur slæmu standi fyrst framan af, ýmsar raddir voru ekki hreinar. Styrkleikahlutföllin voru ekki nægilega góð og heildarhljómurinn gruggugur. Einn liðsmaður INTI Fusion, Edgar Albitres, söng einsöng. Bæði í hápunkti dagskráinnar, Kreólamessunni eftir Ariel Ramirez, en einnig í nokkrum lögum þar á undan. Hann var nokkuð lengi að komast í gang. Til allrar hamingju óx honum ásmegin og í Kreólamessunni í lokin var rödd hans fagurhljómandi og gædd miklum sjarma. Góðu fréttirnar eru þær að fjör ríkti á tónleikunum, eins og oft er þegar Söngfjelagið er annars vegar. Sönggleðin var smitandi og þó að hljómurinn hafi ekki verið ásættanlegur í byrjun lagaðist hann. Er á leið fór að heyrast meira í kórnum en minna í hljómsveitinni og í Kreólamessunni var kórsöngurinn afar fallegur. Höfundur messunnar, Ramirez, var argentínskur og verkið tekur aðeins um korter í flutningi. Kaflarnir eru þessir hefðbundnu, Kyrie, Gloria, o.s.frv. Andrúmsloftið er þrungið andakt, en þó mun afslappaðra en maður á að venjast. Suðuramerískir rytmar eru áberandi. Laglínurnar eru seiðandi, með þýðingarmiklum liggjandi hljómum undir sem kórinn framkallar. Þeir voru prýðilega mótaðir á tónleikunum, og heildarhljómur einsöngs, kórs og hljóðfæraleiks var glæsilegur. Jónas SenNiðurstaða: Tónleikarnir byrjuðu illa, kórinn var ekki í jafnvægi og hljómburður afleitur, en svo lagaðist þetta og seinni hluti dagskrárinnar var skemmtilegur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira