Bíó og sjónvarp

Deadpool móðgaði David Beckham

Samúel Karl Ólason skrifar
Beckham komst að því að það er erfitt að vera reiður Deadpool til lengdar.
Beckham komst að því að það er erfitt að vera reiður Deadpool til lengdar.
Leikarinn Ryan Reynolds birti í dag auglýsingu fyrir myndina Deadpool 2 þar sem David Beckham spilar stórt hlutverk. Auglýsingin byrjar á því að Beckham er að horfa aftur og aftur á bút úr fyrri Deadpool myndinni þar sem ofurhetjan gerði grín að rödd fótboltakappans. Fær hann svo skilaboð frá Deadpool þar sem hann biðst fyrirgefningar.

Ofurhetjan er því næst mætt fyrir utan dyrnar hjá Beckham og biðst ítrekað afsökunar með frumlegum hætti.

Markaðssetning beggja Deadpool myndanna hefur að miklu leyti snúist um auglýsingar sem þessar, sem kosta ef til vill ekki mikið í framleiðslu og eru ekki birtar með hefðbundnum hætti en eru hannaðar til að vekja mikla athygli á internetinu og þá sérstaklega samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Deadpool óborganlegur í nýrri auglýsingu



Ryan Reynolds hefur nýtt sér ýmis tækifæri til að koma mynd sinni á framfæri. Sem dæmi notaðist hann við Eurovision á dögunum. þar skammaði hann Evrópu harðlega fyrir að leyfa Kanada ekki að vera með.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×