Bílbelti losna í nýlegum VW Polo Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 08:09 Volkswagen segist vita af vandanum. Vísir/afp Nýjasta gerð Volkswagen Polo er búin gölluðum öryggisbeltum. Þetta er meðal niðurstaðna sjálfstæðrar rannsóknar sem finnskt bílablað réðst í á dögunum. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir hefur Volkswagen viðurkennt að bílbeltið í vinsta aftursæti Polo-bifreiðanna kunni að vera óöruggt. Rannsókn finnska bílablaðsins Tekniikan Maailma leiddi í ljós að þegar Polo var ekið á miklu hraða, meðan öll bílbeltin í aftursætunum voru spennt, átti bílbeltið vinstra megin það til að losna fyrirvaralaust. Á vef Guardian segir að þessi galli eigi einkum við um nýjustu gerð Polo-bíla, sem og bíla af gerðinni Seat Arona og Seat Ibiza, en ekki er útilokað að gallinn kunni að vera til staðar í öðrum nýlegum bílum frá Volkswagen. Finnska bílablaðið komst að því að beltið átti einna helst til að losna þegar fimm farþegar voru í bílnum og bílstjórinn skipti um akrein á miklum hraða. Volkswagen segist vera meðvitað um gallann og hvetur fólk til að nota ekki miðju-sætisbeltið meðan fyrirtækið finnur lausn á vandanum. Búist er við því að ráðist verði í innköllum á nýlegum Polo-bifreiðum en þær hafa notið töluverðra vinsælda. Polo var til að mynda sjöundi mest seldi bíllinn í Bretlandi í fyrra. Bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent
Nýjasta gerð Volkswagen Polo er búin gölluðum öryggisbeltum. Þetta er meðal niðurstaðna sjálfstæðrar rannsóknar sem finnskt bílablað réðst í á dögunum. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir hefur Volkswagen viðurkennt að bílbeltið í vinsta aftursæti Polo-bifreiðanna kunni að vera óöruggt. Rannsókn finnska bílablaðsins Tekniikan Maailma leiddi í ljós að þegar Polo var ekið á miklu hraða, meðan öll bílbeltin í aftursætunum voru spennt, átti bílbeltið vinstra megin það til að losna fyrirvaralaust. Á vef Guardian segir að þessi galli eigi einkum við um nýjustu gerð Polo-bíla, sem og bíla af gerðinni Seat Arona og Seat Ibiza, en ekki er útilokað að gallinn kunni að vera til staðar í öðrum nýlegum bílum frá Volkswagen. Finnska bílablaðið komst að því að beltið átti einna helst til að losna þegar fimm farþegar voru í bílnum og bílstjórinn skipti um akrein á miklum hraða. Volkswagen segist vera meðvitað um gallann og hvetur fólk til að nota ekki miðju-sætisbeltið meðan fyrirtækið finnur lausn á vandanum. Búist er við því að ráðist verði í innköllum á nýlegum Polo-bifreiðum en þær hafa notið töluverðra vinsælda. Polo var til að mynda sjöundi mest seldi bíllinn í Bretlandi í fyrra.
Bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent