Vilja að lagalistarnir endurspegli gildi Spotify Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 09:00 Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Vísir/Getty Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt tónlist R Kelly af öllum lagalistum sínum. Notendur munu enn geta fundið tónlist R&B söngvarans með því að leita að nafni tónlistarmannsins eða lagaheitum. Spotify mun þó ekki lengur koma því á framfæri með neinum hætti og mun hans tónlist því ekki sjást á topplistum í framtíðinni, né birtast sem uppástungur að áhugaverðu efni fyrir notendur samkvæmt frétt BBC. Þessi ákvörðun er tekin sem hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursefni og hatursfulla hegðun. Það sama mun gilda um tónlist rapparans XXXTentacion. R Kelly hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi í gegnum árin. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðun tónlistarmanna,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við Newsbeat. „En við viljum að okkar ákvarðanir og lagalistarnir okkar endurspegli okkar gildi.“ Hegðun mun hafa áhrif Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Time's Up hreyfingin sem fór af stað í kjölfar #MeToo, studdi þessa herferð og einnig stjörnur eins og tónlistarmaðurinn John Legend og leikkonan Lupita Nyong'o. Herferðin hvatti til þess að útgáfufyrirtæki R Kelly, tónleikaskipuleggjendur, streymisveitur og útvarpsstöðvar hættu að styðja söngvarann. Þessi nýja stefna Spotify hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði og snýr að efni sem auglýsir, talar fyrir eða hvetur til haturs eða ofbeldis gegn hópum eða einstaklingum vegna til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, þjóðernis, fötlunar eða kynhneigðar. Notendur Spotify munu samt áfram hafa valmöguleikann á því að setja tónlist R Kelly á sína persónulegu lagalista, þetta gildir bara um þá lagalista sem Spotify gerir eða kynnir. „Þegar listamaður eða höfundur gerir eitthvað sem er sérstaklega skaðlegt eða hatursfullt, gæti það haft áhrif á það hvernig við vinnum með eða styðjum viðkomandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Spotify um málið. #MeToo herferðinni hefur því nú tekist það sem margir hafa áður reynt án árangurs, að þagga niður í R Kelly. Tónleikum í Chicago var frestað fyrir viku og sagði R Kelly að það hafi verið vegna sögusagna. Mótmælendur reyna nú að koma í veg fyrir að R Kelly fái að koma fram á tónleikum í North Carolina í kvöld. Mál R. Kelly Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt tónlist R Kelly af öllum lagalistum sínum. Notendur munu enn geta fundið tónlist R&B söngvarans með því að leita að nafni tónlistarmannsins eða lagaheitum. Spotify mun þó ekki lengur koma því á framfæri með neinum hætti og mun hans tónlist því ekki sjást á topplistum í framtíðinni, né birtast sem uppástungur að áhugaverðu efni fyrir notendur samkvæmt frétt BBC. Þessi ákvörðun er tekin sem hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursefni og hatursfulla hegðun. Það sama mun gilda um tónlist rapparans XXXTentacion. R Kelly hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi í gegnum árin. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðun tónlistarmanna,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við Newsbeat. „En við viljum að okkar ákvarðanir og lagalistarnir okkar endurspegli okkar gildi.“ Hegðun mun hafa áhrif Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Time's Up hreyfingin sem fór af stað í kjölfar #MeToo, studdi þessa herferð og einnig stjörnur eins og tónlistarmaðurinn John Legend og leikkonan Lupita Nyong'o. Herferðin hvatti til þess að útgáfufyrirtæki R Kelly, tónleikaskipuleggjendur, streymisveitur og útvarpsstöðvar hættu að styðja söngvarann. Þessi nýja stefna Spotify hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði og snýr að efni sem auglýsir, talar fyrir eða hvetur til haturs eða ofbeldis gegn hópum eða einstaklingum vegna til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, þjóðernis, fötlunar eða kynhneigðar. Notendur Spotify munu samt áfram hafa valmöguleikann á því að setja tónlist R Kelly á sína persónulegu lagalista, þetta gildir bara um þá lagalista sem Spotify gerir eða kynnir. „Þegar listamaður eða höfundur gerir eitthvað sem er sérstaklega skaðlegt eða hatursfullt, gæti það haft áhrif á það hvernig við vinnum með eða styðjum viðkomandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Spotify um málið. #MeToo herferðinni hefur því nú tekist það sem margir hafa áður reynt án árangurs, að þagga niður í R Kelly. Tónleikum í Chicago var frestað fyrir viku og sagði R Kelly að það hafi verið vegna sögusagna. Mótmælendur reyna nú að koma í veg fyrir að R Kelly fái að koma fram á tónleikum í North Carolina í kvöld.
Mál R. Kelly Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira