Vanessa Kirby hlaut Bafta-verðlaun fyrir frammistöðu sína í The Crown Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 22:08 Með þeim heiðri sem Kirby hlotnaðist í kvöld er streymisveitan Netflix loksins komin á kortið og orðin viðurkennd hjá bresku sjónvarpsakademíunni. Vísir/afp Vanessa Kirby, sem fer með hlutverk hinnar líflegu Margrétar prinsessu í þáttunum The Crown, var valin besta leikkonan í aukahlutverki á sjónvarpsverðlaunahátíðinni Bafta sem fór fram í kvöld í Royal Festival Hall. Með þeim heiðri sem Kirby hlotnaðist í kvöld er streymisveitan Netflix loksins komin á kortið og orðin viðurkennd hjá bresku sjónvarpsakademíunni sem hluti af ráðandi sjónvarpsmenningu í Bretlandi og ekki lengur á jaðrinum. Segja má að viðurkenningin hafi markað þáttaskil í sögu bandarísku streymisveitunnar því Netflix varði hundrað milljón pundum í framleiðsluna á The Crown í sinni viðleitni til að brjótast inn á breskan sjónvarpsmarkað en breska ríkisútvarpið BBC hefur löngum verið ráðandi aðili. Kirby tileinkaði verðlaunin Margréti prinsessu. „Mér líður eins og heppnustu manneskju í heimi að fá að túlka manneskju sem er svona litrík, björt, hugrökk og sterk. Þetta er fyrir Margréti, hvar sem hún er,“ segir Kirby.Vanessa Kirby nýtti tækifærið og vottaði mótleikkonu sinni, Claire Foy, virðingu sína.vísir/afpKirby greip jafnframt tækifærið og þakkaði meðleikkonu sinni, Claire Foy, sem fer með hlutverk Elísabetar Bretlandsdottningar í þáttunum. „Hún er besta systirin, fyrir utan alvöru systur mína,“ sagði Kirby og skellti upp úr en Margrét var yngri systir Elísabetar. Margrét lést árið 2002. Í samtali við Telegraph segir Jane Lush, stjórnarformaður Bafta-verðlaunanna að með sigrinum og tilnefningum Netflix til handa felist viðurkenning um að tímarnir séu að breytast. „Áhorfsvenjur fólks eru að breytast,“ segir Lush sem sem segir að verðlaunahátíðin endurspegli þessa breytingu sem hefur orðið í samfélaginu.Dramaþáttaröð: Sigurvegari: Peaky Blinders Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Line of Duty, The Crown, The End og the F***ing World.Alþjóðlegar þáttaraðir:Sigurvegari: The Handmaid‘s Tale Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Big Little Lies, Feud: Bette and Joan og The Vietnam War.Leikari í aðalhlutverki: Sigurvegari: Sean Bean, Broken Tilnefndir: Jack Rowan - Born to Kill, Joe Cole – „Hang the DJ“ (Black Mirror), og Tim Bigott-Smith - King Charles III.Aðalleikkona: Sigurvegari: Molly Windsor, Three Girls Tilnefndar: Claire Foy – The Crown, Sindead Keenan – Little Boy Blue og Thandie Newton – Line of Duty.Leikari í aukahlutverki: Sigurvegari: Brian F. O‘Byrne, Little Boy Blue Tilnefndir: Adrian Dunbar – Line of Duty, Anupam Kher – The Boy with the Topknot og Jimmy Simpson „USS Callister“ (Black Mirror).Leikkona í aukahlutverki: Sigurvegari: Vanessa Kirby, The Crown Tilnefndar: Anna Friel – Broken, Julie Hesmondhalgh – Broadchurch og Liv Hill – Three Girls.Vanessa Kirby has won supporting actress #BAFTA2018 pic.twitter.com/26qXv4aRAi— Upload TV (@upload_tv) May 13, 2018 BAFTA Tengdar fréttir Maður stunginn fyrir utan Konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum Verðlaunahátíðin Bafta er í gangi í námunda við vettvang árásarinnar. 13. maí 2018 19:46 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Vanessa Kirby, sem fer með hlutverk hinnar líflegu Margrétar prinsessu í þáttunum The Crown, var valin besta leikkonan í aukahlutverki á sjónvarpsverðlaunahátíðinni Bafta sem fór fram í kvöld í Royal Festival Hall. Með þeim heiðri sem Kirby hlotnaðist í kvöld er streymisveitan Netflix loksins komin á kortið og orðin viðurkennd hjá bresku sjónvarpsakademíunni sem hluti af ráðandi sjónvarpsmenningu í Bretlandi og ekki lengur á jaðrinum. Segja má að viðurkenningin hafi markað þáttaskil í sögu bandarísku streymisveitunnar því Netflix varði hundrað milljón pundum í framleiðsluna á The Crown í sinni viðleitni til að brjótast inn á breskan sjónvarpsmarkað en breska ríkisútvarpið BBC hefur löngum verið ráðandi aðili. Kirby tileinkaði verðlaunin Margréti prinsessu. „Mér líður eins og heppnustu manneskju í heimi að fá að túlka manneskju sem er svona litrík, björt, hugrökk og sterk. Þetta er fyrir Margréti, hvar sem hún er,“ segir Kirby.Vanessa Kirby nýtti tækifærið og vottaði mótleikkonu sinni, Claire Foy, virðingu sína.vísir/afpKirby greip jafnframt tækifærið og þakkaði meðleikkonu sinni, Claire Foy, sem fer með hlutverk Elísabetar Bretlandsdottningar í þáttunum. „Hún er besta systirin, fyrir utan alvöru systur mína,“ sagði Kirby og skellti upp úr en Margrét var yngri systir Elísabetar. Margrét lést árið 2002. Í samtali við Telegraph segir Jane Lush, stjórnarformaður Bafta-verðlaunanna að með sigrinum og tilnefningum Netflix til handa felist viðurkenning um að tímarnir séu að breytast. „Áhorfsvenjur fólks eru að breytast,“ segir Lush sem sem segir að verðlaunahátíðin endurspegli þessa breytingu sem hefur orðið í samfélaginu.Dramaþáttaröð: Sigurvegari: Peaky Blinders Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Line of Duty, The Crown, The End og the F***ing World.Alþjóðlegar þáttaraðir:Sigurvegari: The Handmaid‘s Tale Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Big Little Lies, Feud: Bette and Joan og The Vietnam War.Leikari í aðalhlutverki: Sigurvegari: Sean Bean, Broken Tilnefndir: Jack Rowan - Born to Kill, Joe Cole – „Hang the DJ“ (Black Mirror), og Tim Bigott-Smith - King Charles III.Aðalleikkona: Sigurvegari: Molly Windsor, Three Girls Tilnefndar: Claire Foy – The Crown, Sindead Keenan – Little Boy Blue og Thandie Newton – Line of Duty.Leikari í aukahlutverki: Sigurvegari: Brian F. O‘Byrne, Little Boy Blue Tilnefndir: Adrian Dunbar – Line of Duty, Anupam Kher – The Boy with the Topknot og Jimmy Simpson „USS Callister“ (Black Mirror).Leikkona í aukahlutverki: Sigurvegari: Vanessa Kirby, The Crown Tilnefndar: Anna Friel – Broken, Julie Hesmondhalgh – Broadchurch og Liv Hill – Three Girls.Vanessa Kirby has won supporting actress #BAFTA2018 pic.twitter.com/26qXv4aRAi— Upload TV (@upload_tv) May 13, 2018
BAFTA Tengdar fréttir Maður stunginn fyrir utan Konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum Verðlaunahátíðin Bafta er í gangi í námunda við vettvang árásarinnar. 13. maí 2018 19:46 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Maður stunginn fyrir utan Konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum Verðlaunahátíðin Bafta er í gangi í námunda við vettvang árásarinnar. 13. maí 2018 19:46