Logandi stuð í Havarí Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. maí 2018 06:00 Svavar og Berglind verða með fullt fjós af fjöri í allt sumar. Vísir/Valli „Þetta er annað árið í röð sem við höldum þessa sumarhátíð sem við köllum Sumar í Havarí. Þetta byrjar núna tuttugasta maí. Við byrjum á því að Prinsinn af Karlsstöðum ætlar að enda túrinn sinn í Havarí á sunnudaginn og byrja þar með Sumarið í Havarí,“ segir Svavar P. Eysteinsson, bóndi, staðarhaldari og tónlistarmaður, sem er í miðjum klíðum við að undirbúa Havarí undir sumarið þegar blaðamaður nær tali af honum – en þar verður standandi festival allt frá maí og langt fram í ágúst. „Þetta er gamla fjárhúshlaðan á bænum sem við tókum í gegn fyrir tveimur, þremur árum og umturnuðum yfir í veitinga- og tónleikastað – aðallega tónleikastað því að okkur langaði að bjóða upp á lifandi músík, myndlist og bíó, bara menningarvettvang. Svo eru veitingar líka: kaffi og bulsur og með því. Svo fórum við bara að bóka hljómsveitir – Jónas Sig opnaði þetta hjá okkur fyrir þremur árum. Síðan hefur þetta bara undið upp á sig. Hljómsveitirnar vilja koma og okkur hefur gengið vel að draga hljómsveitir á staðinn, fólk hefur verið duglegt að mæta þannig að þetta hefur verið dúndrandi stemming hérna hjá okkur á sumrin. Við erum að miða við að það sé gigg aðra hverja helgi en svo hefur þetta aðeins breyst – stundum eru nokkur gigg í viku, fer svolítið eftir því hvenær listamennirnir eru á ferðinni og svona.“ Listafólk staldrar reglulega við í Havarí enda alltaf heitt á könnunni og glóðvolgar bulsur á grillinu og stjörnumeðferð í boði frá ábúendum. „Við reynum líka að bjóða listamönnunum að vera bara eins og þeir vilja, að slaka á hjá okkur og gera eitthvað úr þessu, njóta lífsins og við reynum að dekra við þau eins og við getum.“ Og dagskráin er þétt og má finna helsta tónlistarfólk landsins á henni. Emmsjé Gauti kemur þarna við á ferðalagi sínu um landið, en það verður allt kvikmyndað og birt í sérstökum netþáttum. Um miðjan júní verður Sing-a-Long sýning á Með allt á hreinu. Í júlí verður Regnbogahátíð í samstarfi við Pink Iceland. Svo er það hæglætishátíðin um verslunarmannahelgina. „Við ætlum að fara í bakkgírinn í slökun. Við gerðum þetta í fyrra og þá vorum við með jógagöngur niður í fjöru og tónlistarmaraþon með tónlist um hafið og bara alls konar hæglætis-vitleysu. Við vitum ekki nákvæmlega hvað við ætlum að gera eða hverjir ætla að spila – en það eru nokkrir í pottinum. Við mælum bara með að fólk taki frá verslunarmannahelgina fyrir austan og við sjáum um skemmtunina.“ Sumrinu lýkur svo með Ed Hamell, listapönkara frá Bandaríkjunum. „Það verður logandi stuð á sviðinu í allt sumar og dansgólfið alveg rennandi blautt.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er annað árið í röð sem við höldum þessa sumarhátíð sem við köllum Sumar í Havarí. Þetta byrjar núna tuttugasta maí. Við byrjum á því að Prinsinn af Karlsstöðum ætlar að enda túrinn sinn í Havarí á sunnudaginn og byrja þar með Sumarið í Havarí,“ segir Svavar P. Eysteinsson, bóndi, staðarhaldari og tónlistarmaður, sem er í miðjum klíðum við að undirbúa Havarí undir sumarið þegar blaðamaður nær tali af honum – en þar verður standandi festival allt frá maí og langt fram í ágúst. „Þetta er gamla fjárhúshlaðan á bænum sem við tókum í gegn fyrir tveimur, þremur árum og umturnuðum yfir í veitinga- og tónleikastað – aðallega tónleikastað því að okkur langaði að bjóða upp á lifandi músík, myndlist og bíó, bara menningarvettvang. Svo eru veitingar líka: kaffi og bulsur og með því. Svo fórum við bara að bóka hljómsveitir – Jónas Sig opnaði þetta hjá okkur fyrir þremur árum. Síðan hefur þetta bara undið upp á sig. Hljómsveitirnar vilja koma og okkur hefur gengið vel að draga hljómsveitir á staðinn, fólk hefur verið duglegt að mæta þannig að þetta hefur verið dúndrandi stemming hérna hjá okkur á sumrin. Við erum að miða við að það sé gigg aðra hverja helgi en svo hefur þetta aðeins breyst – stundum eru nokkur gigg í viku, fer svolítið eftir því hvenær listamennirnir eru á ferðinni og svona.“ Listafólk staldrar reglulega við í Havarí enda alltaf heitt á könnunni og glóðvolgar bulsur á grillinu og stjörnumeðferð í boði frá ábúendum. „Við reynum líka að bjóða listamönnunum að vera bara eins og þeir vilja, að slaka á hjá okkur og gera eitthvað úr þessu, njóta lífsins og við reynum að dekra við þau eins og við getum.“ Og dagskráin er þétt og má finna helsta tónlistarfólk landsins á henni. Emmsjé Gauti kemur þarna við á ferðalagi sínu um landið, en það verður allt kvikmyndað og birt í sérstökum netþáttum. Um miðjan júní verður Sing-a-Long sýning á Með allt á hreinu. Í júlí verður Regnbogahátíð í samstarfi við Pink Iceland. Svo er það hæglætishátíðin um verslunarmannahelgina. „Við ætlum að fara í bakkgírinn í slökun. Við gerðum þetta í fyrra og þá vorum við með jógagöngur niður í fjöru og tónlistarmaraþon með tónlist um hafið og bara alls konar hæglætis-vitleysu. Við vitum ekki nákvæmlega hvað við ætlum að gera eða hverjir ætla að spila – en það eru nokkrir í pottinum. Við mælum bara með að fólk taki frá verslunarmannahelgina fyrir austan og við sjáum um skemmtunina.“ Sumrinu lýkur svo með Ed Hamell, listapönkara frá Bandaríkjunum. „Það verður logandi stuð á sviðinu í allt sumar og dansgólfið alveg rennandi blautt.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira