Samkvæmt frétt frá Kvikmyndamiðstöð Íslands er dómnefndin skipuð af kvikmyndagerðarfólki sem eru í stjórn SACD og fá handritshöfundarnir 5.000 evrur í verðlaun. Benedikt var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.
Kona fer í stríð er áttunda kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem valin er til sýninga á Cannes hátíðinni og önnur kvikmyndin sem sýnd er á Critic’s Week.

Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi íslands… Þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg?
Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Myndin er spennutryllir og verður frumsýnd hér á landi í 22. október á þessu ári.