Meðal róna og véldóna í Arisóna Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. maí 2018 09:00 Allt fór á annan endann í lok fyrstu seríu Westworld og lítil hætta á að þær manneskjur, sem eru fastar í heimi þar sem byssuglöð vélmenni fara hamförum, eigi eftir að ríða hamingjusamar inn í sólarlagið. HBO Kapalsjónvarpsstöðin HBO á heiðurinn af mörgum bestu sjónvarpsþáttum síðustu tveggja áratuga og í raun hratt HBO af stað byltingu í gerð sjónvarpsþátta með The Sopranos 1999. Handrit, tónlist, leikur, klipping og kvikmyndataka standast þegar best lætur, í kjölfar The Sopranos, allar kröfur hvíta tjaldsins. Aðdráttarafl þátta af þessu tagi er enda slíkt að HBO leyfir sér ítrekað að gera langt hlé á milli þáttaraða án þess að missa takið á áhorfendum. Westworld hóf göngu sína í október 2016 og skilið var við áhorfendur á dramatískum hápunkti í desember. Og loksins, einu og hálfu ári síðar, er ballið í hinu vélræna villta vestri byrjað aftur. Westworld-þættirnir byggja á drungalegri framtíðarsýn leikstjórans og handritshöfundarins Michaels Crichton heitins sem sendi frá sér samnefnda kvikmynd 1973.Sjá einnig: Westworld: Spurningar og svörWestworld sagði frá skemmtigarði sem bauð vel stæðu fólki upp á að upplifa villta vestrið í leikmynd þar sem mannleg vélmenni voru höfð þeim til skemmtunar. Í boði var til dæmis að myrða þau og nauðga án afleiðinga. Kerfisvilla verður síðan til þess að vélmennin gera uppreisn, ganga af göflunum og slátra kúgurum sínum. Sama er uppi á teningnum í sjónvarpsþáttunum þar sem fyrstu þáttaröð lauk með einmitt þessum ósköpum. Ekkert vantar upp á spennuna og tilþrifin í leik og söguþræði en slagkraft sinn sækja þættirnir fyrst og fremst í þær knýjandi siðferðisspurningar sem þar eru settar fram. Er allt í lagi að drepa manneskju ef hún er ekki af holdi og blóði? Er bara sjálfsagt mál að sænga hjá vændiskonu ef hún er ekki raunveruleg manneskja? Er venjuleg manneskja ekki illmenni ef hún fær sig til og nýtur þess að níðast á manneskju sem er ekki manneskja? Hvenær drepur maður mann? Því er ekki auðsvarað þegar Westworld stillir áhorfandanum upp við vegg. En á þeim tæknivæddu sýndarveruleikatímum sem við lifum hafa allir gott af því að velta þessu fyrir sér á meðan þeir horfa á Westworld. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Helstu kenningar Westworld Þættirnir Westworld úr smiðju HBO hafa verið að gera áhorfendur brjálaða af forvitni á undanförnum vikum. 23. nóvember 2016 14:00 Westworld: Spurningar og svör Farið yfir spurningar sem sitja eftir þegar við hefjum hina löngu bið eftir næstu þáttaröð. 7. desember 2016 15:00 Framleiðendur Westworld hrekktu aðdáendur hressilega Lisa Joy og Johnathan Nolan, höfundar þáttanna, sögðu á Reddit í gær að í stað þess að láta áhorfendur velta vöngum yfir því hvað myndi gerast í annarri þáttaröð, myndu þau segja fólki frá öllum helstu vendipunktum þáttaraðarinnar í myndbandi. 10. apríl 2018 09:30 Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kapalsjónvarpsstöðin HBO á heiðurinn af mörgum bestu sjónvarpsþáttum síðustu tveggja áratuga og í raun hratt HBO af stað byltingu í gerð sjónvarpsþátta með The Sopranos 1999. Handrit, tónlist, leikur, klipping og kvikmyndataka standast þegar best lætur, í kjölfar The Sopranos, allar kröfur hvíta tjaldsins. Aðdráttarafl þátta af þessu tagi er enda slíkt að HBO leyfir sér ítrekað að gera langt hlé á milli þáttaraða án þess að missa takið á áhorfendum. Westworld hóf göngu sína í október 2016 og skilið var við áhorfendur á dramatískum hápunkti í desember. Og loksins, einu og hálfu ári síðar, er ballið í hinu vélræna villta vestri byrjað aftur. Westworld-þættirnir byggja á drungalegri framtíðarsýn leikstjórans og handritshöfundarins Michaels Crichton heitins sem sendi frá sér samnefnda kvikmynd 1973.Sjá einnig: Westworld: Spurningar og svörWestworld sagði frá skemmtigarði sem bauð vel stæðu fólki upp á að upplifa villta vestrið í leikmynd þar sem mannleg vélmenni voru höfð þeim til skemmtunar. Í boði var til dæmis að myrða þau og nauðga án afleiðinga. Kerfisvilla verður síðan til þess að vélmennin gera uppreisn, ganga af göflunum og slátra kúgurum sínum. Sama er uppi á teningnum í sjónvarpsþáttunum þar sem fyrstu þáttaröð lauk með einmitt þessum ósköpum. Ekkert vantar upp á spennuna og tilþrifin í leik og söguþræði en slagkraft sinn sækja þættirnir fyrst og fremst í þær knýjandi siðferðisspurningar sem þar eru settar fram. Er allt í lagi að drepa manneskju ef hún er ekki af holdi og blóði? Er bara sjálfsagt mál að sænga hjá vændiskonu ef hún er ekki raunveruleg manneskja? Er venjuleg manneskja ekki illmenni ef hún fær sig til og nýtur þess að níðast á manneskju sem er ekki manneskja? Hvenær drepur maður mann? Því er ekki auðsvarað þegar Westworld stillir áhorfandanum upp við vegg. En á þeim tæknivæddu sýndarveruleikatímum sem við lifum hafa allir gott af því að velta þessu fyrir sér á meðan þeir horfa á Westworld.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Helstu kenningar Westworld Þættirnir Westworld úr smiðju HBO hafa verið að gera áhorfendur brjálaða af forvitni á undanförnum vikum. 23. nóvember 2016 14:00 Westworld: Spurningar og svör Farið yfir spurningar sem sitja eftir þegar við hefjum hina löngu bið eftir næstu þáttaröð. 7. desember 2016 15:00 Framleiðendur Westworld hrekktu aðdáendur hressilega Lisa Joy og Johnathan Nolan, höfundar þáttanna, sögðu á Reddit í gær að í stað þess að láta áhorfendur velta vöngum yfir því hvað myndi gerast í annarri þáttaröð, myndu þau segja fólki frá öllum helstu vendipunktum þáttaraðarinnar í myndbandi. 10. apríl 2018 09:30 Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Helstu kenningar Westworld Þættirnir Westworld úr smiðju HBO hafa verið að gera áhorfendur brjálaða af forvitni á undanförnum vikum. 23. nóvember 2016 14:00
Westworld: Spurningar og svör Farið yfir spurningar sem sitja eftir þegar við hefjum hina löngu bið eftir næstu þáttaröð. 7. desember 2016 15:00
Framleiðendur Westworld hrekktu aðdáendur hressilega Lisa Joy og Johnathan Nolan, höfundar þáttanna, sögðu á Reddit í gær að í stað þess að láta áhorfendur velta vöngum yfir því hvað myndi gerast í annarri þáttaröð, myndu þau segja fólki frá öllum helstu vendipunktum þáttaraðarinnar í myndbandi. 10. apríl 2018 09:30