Settu á svið líkfund við Alþingishúsið fyrir Ófærð 2 Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2018 14:07 Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók meðfylgjandi mynd af tökunum við Alþingishúsið. Vegfarendum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu mikinn viðbúnað fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll í morgun. Þar mátti sjá lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn huga að líki við þinghúsið og hóp af fólki fylgjast með. Um var að ræða tökur fyrir eitt af fyrstu atriðunum í annarri þáttaröð af Ófærð. „Þetta er fyrir fyrsta þátt,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslustjóri Ófærðar 2, en leikstjóri fyrsta þáttarins er Baltasar Kormákur. Þessir atburðir í þáttaröðinni eiga að gerast að hausti en eru teknir upp nú að vori. Þegar tökur hófust í morgun gerði mikla hríð sem þýddi að kvikmyndagerðarmennirnir neyddust til að sópa Austurvöll til að losna við snjóinn. „Það gerast voveiflegir hlutir hér fyrir framan Alþingishúsið. Við erum í góðu samneyti við þingmenn og þingkonur og það finnst þetta öllum spennandi. Það er líka hérna hópur af aukaleikurum enda myndi svona atburður vekja mikla athygli vegfarenda í raun og veru,“ segir Hjörtur. Búist er við að tökuliðið verði einungis fyrir framan Alþingishúsið í dag og því ekki gert ráð fyrir frekari tökum þar. Tökur á Ófærð 2 hafa farið fram í vetur á Siglufirði og í nýju kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi. Margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur, þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Baltasar Kormákur sagði í viðtali við Vísi fyrr í haust að stór sena yrði tekin upp við þinghúsið og sagði sögusvið Ófærðar 2 vera meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Vegfarendum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu mikinn viðbúnað fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll í morgun. Þar mátti sjá lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn huga að líki við þinghúsið og hóp af fólki fylgjast með. Um var að ræða tökur fyrir eitt af fyrstu atriðunum í annarri þáttaröð af Ófærð. „Þetta er fyrir fyrsta þátt,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslustjóri Ófærðar 2, en leikstjóri fyrsta þáttarins er Baltasar Kormákur. Þessir atburðir í þáttaröðinni eiga að gerast að hausti en eru teknir upp nú að vori. Þegar tökur hófust í morgun gerði mikla hríð sem þýddi að kvikmyndagerðarmennirnir neyddust til að sópa Austurvöll til að losna við snjóinn. „Það gerast voveiflegir hlutir hér fyrir framan Alþingishúsið. Við erum í góðu samneyti við þingmenn og þingkonur og það finnst þetta öllum spennandi. Það er líka hérna hópur af aukaleikurum enda myndi svona atburður vekja mikla athygli vegfarenda í raun og veru,“ segir Hjörtur. Búist er við að tökuliðið verði einungis fyrir framan Alþingishúsið í dag og því ekki gert ráð fyrir frekari tökum þar. Tökur á Ófærð 2 hafa farið fram í vetur á Siglufirði og í nýju kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi. Margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur, þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Baltasar Kormákur sagði í viðtali við Vísi fyrr í haust að stór sena yrði tekin upp við þinghúsið og sagði sögusvið Ófærðar 2 vera meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein