Henrik Mortensen með kastsýningu Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2018 12:32 Henrik Mortensen er einn fremsti flugukastari heims. Fimmtudagskvöldið 10. maí n.k. mun hinn heimsfrægi flugukastari, kastkennari og stangahönnuður Henrik Mortensen vera með kastsýningu á túninu við höfuðstöðvar SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Húsið opnar kl. 18.00 en Henrik mun byrja að kasta kl. 18:15. Að sjálfsögðu verður kaffi á könnunni. Að lokinni sýningu, gefst viðstöddum kostur á að prófa Salmologic stangirnar sem er afrakstur ævistarfs Henriks en Henrik hefur hannað veiðitæki fyrir helstu veiðivöruframleiðendur heims og framleiðir nú eigin stangir og línur undir merkjum Salmologic. Í fyrra var mjög góð mæting og við vonum að sem flestir láti sjá sig og hiti upp fyrir komandi veiðisumar. Kíkið endilega á rúnt upp í Elliðaárdal, sjáið meistarann athafna sig og takið nokkur köst á túninu sjálf. Allir velkomnir. Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Fimmtudagskvöldið 10. maí n.k. mun hinn heimsfrægi flugukastari, kastkennari og stangahönnuður Henrik Mortensen vera með kastsýningu á túninu við höfuðstöðvar SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Húsið opnar kl. 18.00 en Henrik mun byrja að kasta kl. 18:15. Að sjálfsögðu verður kaffi á könnunni. Að lokinni sýningu, gefst viðstöddum kostur á að prófa Salmologic stangirnar sem er afrakstur ævistarfs Henriks en Henrik hefur hannað veiðitæki fyrir helstu veiðivöruframleiðendur heims og framleiðir nú eigin stangir og línur undir merkjum Salmologic. Í fyrra var mjög góð mæting og við vonum að sem flestir láti sjá sig og hiti upp fyrir komandi veiðisumar. Kíkið endilega á rúnt upp í Elliðaárdal, sjáið meistarann athafna sig og takið nokkur köst á túninu sjálf. Allir velkomnir.
Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði