Köld böð í Hollywood og Faxafeni Benedikt Bóas skrifar 30. apríl 2018 06:00 Þór Guðnason segir að Wim Hof aðferðin hafi breytt lífi sínu og kennir nú mörlandanum á ísböð. Vísir/eyþór „Fólk hefur ekkert verið úti í kulda án dúnúlpunnar en kuldaþol er eins og vöðvi. Maður getur þjálfað þetta upp,“ segir fyrsti Wim Hof kennari landsins, Þór Guðnason, en hann er nú þegar með 90 manns á Wim Hof námskeiði og seldist upp á fjögur slík nánast áður en þau voru auglýst. „Við ætluðum að hafa tvö námskeið en það seldist upp á tveimur sólarhringum og þá bættum við einu við og það seldist upp á nokkrum klukkutímum en við enduðum á fjórum,“ segir Þór. Hann segir að í grunninn sé þetta sáraeinfalt en gríðarlega öflugt. „Þetta hefur gjörbreytt lífi mínu. Ég tók ADHDlyf en frá fyrstu viku fann ég að athyglin skerptist og ég hætti að taka lyfin fyrir tveimur og hálfu ári. Ég var með áreynsluastma og samkvæmt læknisráði á ég að taka sterabúst kvölds og morgna og bólgueyðandi eftir þörfum en það er eitt og hálft ár síðan ég notaði síðast astmalyf. Það er mikill ávinnungur í þessu en grunnurinn er öndun og köld böð.“ Þór segir að aðferðin sé mjög öflug og heilsueflandi enda ekki á hverjum degi sem sjálft hreystimennið Jason Statham lýsir aðdáun sinni á öðrum hreystimönnum. Það gerði hann á Facebook um miðjan mánuðinn. Þór var leiðsögumaður Hof þegar hann kom hingað til lands. „Þetta er einfaldasta en samt öflugasta leiðin sem ég þekki til að ná orkunni í lag og bæta sjálfan sig. Hann er búinn að koma hingað tvisvar eða þrisvar. Synti meðal annars í Jökulsárlóni. Ég fór með hann um Ísland ásamt fjölskyldu hans og var sá túr myndaður í bak og fyrir. Hann er mjög hrifinn af Íslandi og vill hafa kennarahitting hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
„Fólk hefur ekkert verið úti í kulda án dúnúlpunnar en kuldaþol er eins og vöðvi. Maður getur þjálfað þetta upp,“ segir fyrsti Wim Hof kennari landsins, Þór Guðnason, en hann er nú þegar með 90 manns á Wim Hof námskeiði og seldist upp á fjögur slík nánast áður en þau voru auglýst. „Við ætluðum að hafa tvö námskeið en það seldist upp á tveimur sólarhringum og þá bættum við einu við og það seldist upp á nokkrum klukkutímum en við enduðum á fjórum,“ segir Þór. Hann segir að í grunninn sé þetta sáraeinfalt en gríðarlega öflugt. „Þetta hefur gjörbreytt lífi mínu. Ég tók ADHDlyf en frá fyrstu viku fann ég að athyglin skerptist og ég hætti að taka lyfin fyrir tveimur og hálfu ári. Ég var með áreynsluastma og samkvæmt læknisráði á ég að taka sterabúst kvölds og morgna og bólgueyðandi eftir þörfum en það er eitt og hálft ár síðan ég notaði síðast astmalyf. Það er mikill ávinnungur í þessu en grunnurinn er öndun og köld böð.“ Þór segir að aðferðin sé mjög öflug og heilsueflandi enda ekki á hverjum degi sem sjálft hreystimennið Jason Statham lýsir aðdáun sinni á öðrum hreystimönnum. Það gerði hann á Facebook um miðjan mánuðinn. Þór var leiðsögumaður Hof þegar hann kom hingað til lands. „Þetta er einfaldasta en samt öflugasta leiðin sem ég þekki til að ná orkunni í lag og bæta sjálfan sig. Hann er búinn að koma hingað tvisvar eða þrisvar. Synti meðal annars í Jökulsárlóni. Ég fór með hann um Ísland ásamt fjölskyldu hans og var sá túr myndaður í bak og fyrir. Hann er mjög hrifinn af Íslandi og vill hafa kennarahitting hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira