Golf

Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurð

Dagur Lárusson skrifar
Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.
Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. vísir/Ernir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á LA Open golfmótinu á LPGA-mótaröðinni í Los Angeles eftir að hafa verið sex höggum frá niðurskurði í nótt.

Þar sem Ólafía spilaði á fjórum höggum yfir pari í gær þá þurfti hún að eiga frábæran hring í nótt en það varð því miður ekki raunin.

Ólafía lék á sex höggum yfir pari í nótt og lauk því keppni á samtals 152 höggum og í 123-125 sæti af 144 keppendum.

Það er Moriya Jutanugarn frá Taílandi sem er með forystuna á mótinu eftir tvo hringi en hún er á samtals 134 höggum eða átta undir pari.


Tengdar fréttir

Hræðileg byrjun hjá Ólafíu í LA

Hrikaleg byrjun fór illa með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta hring á Hugel-JTBC mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lauk leik á fjórum höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×