Markle hefur farið með hlutverk Rachel Zane í þáttunum frá áruinu 2011. Þegar trúlofun hennar og Harry prins var gerð opinber tilkynnti Markle að hún ætlaði að segja skilið við leiklistina til að hefja nýjan kafla í sínu lífi.
Athugið að hér að neðan er farið yfir atburðarrás í síðasta þætti sjöundu seríu af Suits. Ef þú vilt ekki vita hvað gerist í þeim þætti er ekki mælt með áframhaldandi lestri.
Það er þó óhætt að segja að athöfnin þeirra Rachel og Mike hafi verið aðeins látlausari en sú sem er framundan hjá Markle í maí. Búist er við því að um 600 gestir verði viðstaddir þegar Markle gengur inn í bresku konungsfjölskylduna.
Í þættinum skipuleggja Rachel og Mike brúðkaup sitt í flýti svo þau geti flutt til Seattle, en Patrick J. Adams hefur einnig sagt skilið við þættina.
Aaron Korsh, höfundur Suits, segir að þó að atriðið hafi ekki verið það síðasta sem Markle og Adams léku í saman hafi það engu að síður verið hjartnæmt.#MikeAndRachel finally say “I do” during the two-hour #Suits season finale TONIGHT at 9/8c on @USA_Network.
A post shared by suits_usa (@suits_usa) on Apr 25, 2018 at 11:45am PDT
Mike og Rachel hafa löngum verið mjög vinsælar persónur, en þó að þau séu horfin af skjánum heldur Suits áfram og hefur áttunda þáttaröðin göngu sína næsta haust.