Bíó og sjónvarp

Hildur Guðnadóttir hlýtur verðlaun í Peking

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Hildur Guðnadóttir er búsett í Berlín þessi misserin.
Hildur Guðnadóttir er búsett í Berlín þessi misserin. Vísir/Valli

Hildur Guðnadóttir tónskáld og sellóleikari hlaut verðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Peking nú á dögunum. Hollywood reporter greinir frá þessu. Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína sem hún samdi fyrir myndina Journey‘s End en Paul Bettany fékk einnig verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Hildur samdi einnig tónlistina fyrir myndina Sicario sem kom út árið 2015 og The Revenant sem kom út sama ár.

Hildur endurútsetti lag eftir Jóhann Jóhannsson á nýjustu plötunni hans; Englabörn & Variations en platan kom út skömmu eftir dauða Jóhanns.

Hildur spilar með hljómsveitinni Múm en hefur einnig unnið að eigin efni og hlotið tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunana fyrir tónlist sína.

Trailerinn fyrir myndina Journey's End má sjá hér að neðan. 

 


Tengdar fréttir

Hildur sér um tónlistina í Sicario 2

Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil.

Tilboðin flæða inn hjá Hildi Guðnadóttur

Hildur Guðnadóttir fékk á dögunum það hlutverk að sjá um tónlistina í framhaldi Sicario sem ber titilinn Soldado. Hún segir að tilboðin hafi streymt inn síðan hún landaði starfinu og því er nóg að gera hjá henni bæði í kvikmyndunum og sem sólótónlistarkonu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.