Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2018 12:15 Gítargoðsögnin Slash og leðurbarkinn Axl Rose á tónleikum í Madison Square Garden í fyrra. Þeir byrjuðu að túra árið 2016 og hefur túrinn þegar rakað inn um 475 milljónum dollara. Vísir/getty Miðasala á Guns N’ Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. Áskrifendur að póstlista Solstice Production fá hins vegar forskot á sæluna, fyrir þá opnar miðasala laugardaginn 28. april kl. 14. Miðar verða seldir á vefsíðunni show.is. Þar er einnig hægt að skrá sig á áskrifendalista Solstice. Laugardalsvelli verður hólfaskipt, ekki ólíkt því sem knattspyrnuáhorfendur þekkja frá landsleikjum. Vellinum sjálfum verður skipt í tvö hólf. Sérstakt gólf verður lagt á sem verndar grasið. Hliðin á völlinn verða opnuð kl. 17 á tónleikadaginn, þann 24. júlí, og þeir sem mæta fyrst komast nær sviðinu ef um er ræða miða í stæði. Hægt verður að kaupa allt að 10 miða í einu. Upphitunarhljómsveitin Tyler Bryant & The Shakedown fylgir Guns N’ Roses á tónleikaferð sinni um Evrópu í sumar og spilar sveitin einnig á Laugardalsvelli. Skipuleggjendur tónleikanna vinna einnig að því að staðfesta íslenska hljómsveit sem kemur til með að hita upp.Miðaverð verða sem hér segir: Stæði (á vellinum sjálfum): 18.900 krónur Stúka í hólfum D, C, B, A, R, S, T: 29.900 krónur Stúka í hólfum G, F, E, N, O, P: 39.900 krónur Stúka í hólfum H, L, M: 49.900 krónur Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Miðasala á Guns N’ Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. Áskrifendur að póstlista Solstice Production fá hins vegar forskot á sæluna, fyrir þá opnar miðasala laugardaginn 28. april kl. 14. Miðar verða seldir á vefsíðunni show.is. Þar er einnig hægt að skrá sig á áskrifendalista Solstice. Laugardalsvelli verður hólfaskipt, ekki ólíkt því sem knattspyrnuáhorfendur þekkja frá landsleikjum. Vellinum sjálfum verður skipt í tvö hólf. Sérstakt gólf verður lagt á sem verndar grasið. Hliðin á völlinn verða opnuð kl. 17 á tónleikadaginn, þann 24. júlí, og þeir sem mæta fyrst komast nær sviðinu ef um er ræða miða í stæði. Hægt verður að kaupa allt að 10 miða í einu. Upphitunarhljómsveitin Tyler Bryant & The Shakedown fylgir Guns N’ Roses á tónleikaferð sinni um Evrópu í sumar og spilar sveitin einnig á Laugardalsvelli. Skipuleggjendur tónleikanna vinna einnig að því að staðfesta íslenska hljómsveit sem kemur til með að hita upp.Miðaverð verða sem hér segir: Stæði (á vellinum sjálfum): 18.900 krónur Stúka í hólfum D, C, B, A, R, S, T: 29.900 krónur Stúka í hólfum G, F, E, N, O, P: 39.900 krónur Stúka í hólfum H, L, M: 49.900 krónur
Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira