350 urriðar komnir á land af Ion svæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 27. apríl 2018 19:27 350 urriðar hafa veiðst á ION svæðinu á 10 dögum Mynd: Iceland Outfitters Urriðaveiðin í Þingvallavatni fer að nálgast hámarkið enda bera allar fréttir úr vatninu þau merki að urriðastofninn sé í góðum málum. Ion svæðið er sem fyrr líklega það svæði sem gefur eina bestu veiðina en það skal ekki gera minna úr þeirri góðu veiði sem hefur verið á öðrum svæðum í vatninu eins og Kárastöðum, Svörtuklettum og Villingavatnsárós bara svo nokkur önnur séu nefnd. Það eru tíu dagar síðan veiðin hófst á Ion svæðinu og er heildarveiðin komin í 350 fiska sem eru allt að 90 sm langir. Agnið sem er að gefa fer eftir veðri og aðstæðum en bæði púpur og straumflugur virðast gefa til jafns. Það er helst verið að nota straumflugur í erfiðum skilyrðum en skipt yfir í púpur þegar vel viðrar. Urriðinn veiðist yfirleitt nokkuð vel fram í júní þegar mikið af honum leggst í dýpra vatn en það er samt alltaf einhvern fisk að finna á þessum svæðum allt sumarið. Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Urriðaveiðin í Þingvallavatni fer að nálgast hámarkið enda bera allar fréttir úr vatninu þau merki að urriðastofninn sé í góðum málum. Ion svæðið er sem fyrr líklega það svæði sem gefur eina bestu veiðina en það skal ekki gera minna úr þeirri góðu veiði sem hefur verið á öðrum svæðum í vatninu eins og Kárastöðum, Svörtuklettum og Villingavatnsárós bara svo nokkur önnur séu nefnd. Það eru tíu dagar síðan veiðin hófst á Ion svæðinu og er heildarveiðin komin í 350 fiska sem eru allt að 90 sm langir. Agnið sem er að gefa fer eftir veðri og aðstæðum en bæði púpur og straumflugur virðast gefa til jafns. Það er helst verið að nota straumflugur í erfiðum skilyrðum en skipt yfir í púpur þegar vel viðrar. Urriðinn veiðist yfirleitt nokkuð vel fram í júní þegar mikið af honum leggst í dýpra vatn en það er samt alltaf einhvern fisk að finna á þessum svæðum allt sumarið.
Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði