Hollywood-leikstjóri segir heimalandið „rasískara en andskotinn“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 11:32 Waititi rifjaði meðal annars upp að búðareigandi sem hann vann fyrir sem barn hafi spurt hann hvort að hann sniffaði lím, eingöngu vegna þess að hann var af maóraættum. Vísir/AFP Nýsjálenski kvikmyndaleikstjórinn Taika Waititi hefur valdið nokkru uppnámi í heimalandi sínu með ummælum í tímaritsviðtali á dögunum. Waititi, sem er af maóraættum, sagði að þrátt fyrir að Nýja-Sjáland væri besti staðurinn á jörðinni þá væri landið einnig rasískt. Waititi hefur getið sér gott orð fyrir myndir eins og vampírugamanmyndina „What We Do in the Shadows“ og síðar „Hunt for the Wilderpeople“. Í fyrra fékk hann svo fyrsta tækifærið til að stýra stórri Hollywood-mynd þegar hann gerði framhaldsmyndina „Ragnarök“ um þrumuguðinn Þór. „Það er rasískara en andskotinn. Ég meina, mér finnst Nýja-Sjáland vera besti staður á plánetunni en það er rasískur staður,“ segir Waititi í viðtali við tímaritið Dazed and Confused. Þrátt fyrir velgengnina segir Waititi að honum sé mætt heima fyrir með yfirlæti vegna upprunans. „Oh, þú hefur staðið þig svo vel, er það ekki? Miðað við hvernig þú ólst upp. Miðað við einn af þínu fólki,“ lýsir Waititi viðbrögðum fólks í Auckland við honum. Almennt segir leikstjórinn að rasismi í garð maóra og fólks af pólýnesískum uppruna sé enn grasserandi á Nýja-Sjálandi. „Fólk neitar hreinlega að bera maóranöfn rétt fram. Fólk af pólýnesískum uppruna er enn tekið sérstaklega fyrir,“ segir Waititi. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Nýsjálenski kvikmyndaleikstjórinn Taika Waititi hefur valdið nokkru uppnámi í heimalandi sínu með ummælum í tímaritsviðtali á dögunum. Waititi, sem er af maóraættum, sagði að þrátt fyrir að Nýja-Sjáland væri besti staðurinn á jörðinni þá væri landið einnig rasískt. Waititi hefur getið sér gott orð fyrir myndir eins og vampírugamanmyndina „What We Do in the Shadows“ og síðar „Hunt for the Wilderpeople“. Í fyrra fékk hann svo fyrsta tækifærið til að stýra stórri Hollywood-mynd þegar hann gerði framhaldsmyndina „Ragnarök“ um þrumuguðinn Þór. „Það er rasískara en andskotinn. Ég meina, mér finnst Nýja-Sjáland vera besti staður á plánetunni en það er rasískur staður,“ segir Waititi í viðtali við tímaritið Dazed and Confused. Þrátt fyrir velgengnina segir Waititi að honum sé mætt heima fyrir með yfirlæti vegna upprunans. „Oh, þú hefur staðið þig svo vel, er það ekki? Miðað við hvernig þú ólst upp. Miðað við einn af þínu fólki,“ lýsir Waititi viðbrögðum fólks í Auckland við honum. Almennt segir leikstjórinn að rasismi í garð maóra og fólks af pólýnesískum uppruna sé enn grasserandi á Nýja-Sjálandi. „Fólk neitar hreinlega að bera maóranöfn rétt fram. Fólk af pólýnesískum uppruna er enn tekið sérstaklega fyrir,“ segir Waititi.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira