Kynning á Laxárdalnum hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2018 13:56 Það styttist í urriðaveiðina í Laxá. Mynd: SVFR Urriðasvæðið kennt við Laxárdal í Laxá í Mývatnssveit er eitt af skemmtilegri veiðisvæðum landins hvað urriða varðar en er jafn krefjandi og það er skemmtilegt. Þeir sem koma þangað í fyrsta skipti eiga oft erfitt án leiðsagnar að finna heitu staðina en til að auðvelda þeim sem hafa hug á að kíkja á svæðið í sumar verður kynning á Laxárdalnum hjá SVFR næsta föstudag. Þeir sem þekkja dalinn líkja honum við Paradís og hafa hann efst á sínum óskalista. SVFR vill kynna dýrðina fyrir þeim sem ekki þekkja og efnir til kynningarkvölds með þeim sem þekkja svæðið eins og lófann á sér. Bjarni Höskuldsson, Hrafn Ágústsson og Ásgeir Steingrímsson segja okkur hvað gerir Laxárdalinn einstakan og hvers vegna veiðimenn sem heimsækja hann verða hugfangnir. Þeir fjalla veiðisvæðið, flugur og veiðiaðferðir og hvers urriðinn í Laxárdal er eins stór og raun ber vitni. Hnýtingardót verður á staðnum fyrir byrjendur og lengra komna að leika sér að lokinni kynningu. Aðgangur er ókeypis og húsið opnar kl. 19:30. Föstudagskvöldið 13. apríl en kynningin fer fram í húsakynnum SVFR við Rafstöðvarveg 14. Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Leirvogsá á lausu Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði 38% aukning á milli ára í Eystri Rangá Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Að elska og hata flugur Veiði
Urriðasvæðið kennt við Laxárdal í Laxá í Mývatnssveit er eitt af skemmtilegri veiðisvæðum landins hvað urriða varðar en er jafn krefjandi og það er skemmtilegt. Þeir sem koma þangað í fyrsta skipti eiga oft erfitt án leiðsagnar að finna heitu staðina en til að auðvelda þeim sem hafa hug á að kíkja á svæðið í sumar verður kynning á Laxárdalnum hjá SVFR næsta föstudag. Þeir sem þekkja dalinn líkja honum við Paradís og hafa hann efst á sínum óskalista. SVFR vill kynna dýrðina fyrir þeim sem ekki þekkja og efnir til kynningarkvölds með þeim sem þekkja svæðið eins og lófann á sér. Bjarni Höskuldsson, Hrafn Ágústsson og Ásgeir Steingrímsson segja okkur hvað gerir Laxárdalinn einstakan og hvers vegna veiðimenn sem heimsækja hann verða hugfangnir. Þeir fjalla veiðisvæðið, flugur og veiðiaðferðir og hvers urriðinn í Laxárdal er eins stór og raun ber vitni. Hnýtingardót verður á staðnum fyrir byrjendur og lengra komna að leika sér að lokinni kynningu. Aðgangur er ókeypis og húsið opnar kl. 19:30. Föstudagskvöldið 13. apríl en kynningin fer fram í húsakynnum SVFR við Rafstöðvarveg 14.
Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Leirvogsá á lausu Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði 38% aukning á milli ára í Eystri Rangá Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Að elska og hata flugur Veiði