Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Ruby Rose, Jason Statham og Rainn Wilson og birtist fyrsta stiklan á YouTube í vikunni.
Þar má sjá Ólaf Darra í tvígang en í kvikmyndinni er Ólafur í hópi fólks sem reynir að klófesta risahákarl af tegundinni Megalodon sem voru til fyrir um þremur milljónum ára.
Það er Jon Turteltaub leikstýrir The Meg en hann hefur meðal annars leikstýrt National Treasure, Phenomenon og Cool Runnings. Hér að neðan má sjá brot úr kvikmyndinni.